Vá, ég er bara að sjá þessi svör núna, greinilega gleymt að láta senda e-mail þegar svör berast
Síkiliðan: Takk
Hrafnkell: Takk fyrir nöfnin á plöntunum. Ég kíkti á þráðinn sem þú bentir á. Er með reminder á símanum mínum að skipta út 30% af vatninu á hverjum mánudegi

Af hvejru ekki að finna sér e-ð að gera á annars leiðinlegum degi. Ég keypti svona botnsugu, en hún virkar ekki nógu vel með skeljasandinum, vill bara sjúga hann allann í burtu.
gudrungd: Bardagafiskurinn minn er elsti fiskurinn, er búin að eiga hann í 1,5 ár. Svo hann er alveg sallarólegur og böggar ekki neinn. En hinsvegar var mamma e-ð að fylgjast með búrinu og sagði að sverðdraginn væri e-ð að bögga bardagafiskinn.. Svo nei, það er eiginlega frekar öfugt

Og já - ég kom upp seiðabúri
Vargur: Ég hafði ekki hugmynd um þetta með að sverðdragar og platy gætu blandast? Hvernig verður útkoman? Ég er bara með 2 seiði núna, hef þá eiginlega litla hugmynd um hvað þetta er?

Planið er að fá sér stærra búr.. það fær reyndar aðeins að bíða betri tíma

Ég vissi þetta með skalana, en einhver sagði að þeir stækka ekki það mikið ef þeir eru í litlu búri, stækka bara eftir búrinu..
Lindared: Ég er með dælu sem sprautar vatni frá yfirborðinu og í búrið (slanga úr dælunni upp fyrir yfirborð og nokkur göt sem vatnið sprautast niður aftur.. ekki góð að lýsa þessu

), ætti ég að breyta dælunni þá? Mér finnst þetta einmitt svo cozy hljóð

Gott að sofna við það.
vkr: takk

Já mig langar að bæta nokkrum litríkum smáfiskum,er svona að hugsa hvað það gæti verið.. Gæti vel farið í neonið, finnst þeir frekar flottir, nema þeir verða svo litlausir í svona sandi. Kærastinn minn er með 10-12 neon í skeljasandi, og þeir eru allir frekar daufir.
Ég fékk s.s. mér á endanum seiðabúr, en aaaalltof stórt, er að spá í að reyna að skipta í e-ð minna. Það er 75l en ég er bara með vatn í rétt rúmum helmingnum.. Ég var bara að setja það upp í gær. 'Eg notaði ekki skeljasandinn, heldur ljósa steina sem ég fékk í MEST í hfj, mjög fínn.
Það er reyndar alveg hriiikalegt basl að veiða konurnar úr búrinu og setja yfir í stóra! ég var að reyna að ná tveimur, og það endaði með því að ég var ´buin að rífa upp allar plönturnar þegar ég loksins náði þeim (er með 3 plöntur núna- ein bættist við).
Þarsem ég er núna með tvö búr, þá var ég að spá í að setja bara java mosa í botninn á "seiða"búrinu og fá mér fleiri fiska. Ég var að lesa um emperor tetra, því þær láta hrogn/seiðin alveg í friði, eru ekkert að éta þau.. og þá gæti ég jafnvel haft nokkra þannig bara alltaf í seiðabúrinu.. Er það kannski ekki sniðugt?
Og hvar fæ ég java mosa? kannski bara í öllum gæludýrabúðum?

Fór í nokkrar í dag en gleymdi alltaf að spurja um hann.. gleymdi mér bara í að skoða fiska og labbaði svo út!! Fór án djóks í 3 búðir og labbaði alltaf bara út.. Svona er ég utan við mig..