100 l.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

100 l.

Post by Ásta »

Birta litla 8 ára er búin að samþykkja að láta froskana flakka svo á morgun ætlum við að reyna að losa okkur við þá og hún ætlar að sjálf að velja fiska og mun sjá um sitt búr sjálf.
Hér eru gamlar myndir af núverandi íbúum og svo dúndrum við inn myndum þegar búrið verður orðið fínt.
Image
Image

p.s. hefur einhver áhuga á að kaupa 3 bombina?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig er annars með þessa froska.. er þetta eitthvað skemmtilegt?

Hvað éta þeir?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta eru ágæt dýr.
Gaman að gera búrin falleg en það eru margir möguleikar í því með steinum, við og plöntum.

Ég hef helst verið að gefa þeim mjölorma sem ég rækta en svo fá þeir annað slagið rækju og fisk.
Það er líka hægt að kaupa niðursoðna orma handa þeim og á sumrin er hægt að tína skordýr s.s. flugur, orma, fiðrildi o.fl.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

Bara að forvitnast, er ennþá á lífi þessi sem að ég átti :) ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er ekki alveg klár á því Hófi, það voru 2 sem voru svo líkir að ég þekkti þá aldrei í sundur en annar breyttist í froskapinna í gær :lol:
Var búinn að vera veikur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

oh jæja :)

en ertu búin að fara með þá í búð eða eitthvað :)?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, ég fór með þá áðan í Fiskabur.is
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Og eru komnir einhverjir nýjir íbúar?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Við mæðgur erum á fullu núna að hreinsa froskakúkinn úr mölinni og erum svo að fara að skreyta á eftir.
Við förum aftur á morgun í Fiskabur.is og fáum þá nokkra fiska, hún hefur mestan áhuga á sköllum, hvítum svarttetrum, poggulitlum gullgurömum og svo botnfiskum. Hún var líka eitthvað að tala um gullfiska en það gengur ekki að hafa þetta allt saman.
Hún ákveður sig sennlega endanlega á morgun. Já, svo ætlar hún að fá sér 1 eplasnigil.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hún má fá eplasnigil gefins hjá mér....... :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Takk Skúli, hún verður örugglega mjög glöð.
Spurning hvort ég geti rennt eftir honum á morgun eða við hist eða...?
Hvað hentar þér?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nú er búrið klárt, kominn bakgrunnur, dæla, hitari, gróður og skraut að hennar skapi.
Ég setti u.þ.b. 20% af notuðu vatni í búrið, ætti það ekki að bjarga mér frá því að fá hvítblettaveiki ef ég set fiska á morgun?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það gerir svosem lítið við hvítblettaveiki en hjálpar til við að koma bakteríuflórunni í gang.

Svo er sniðugt að taka kannski 1-2 lúkur af möl úr uppsettu búri til að hjálpa enn fremur við að starta bakteríuflórunni.


Svo bara fylgjast með vatninu, passa að ammónían/nítrítið fari ekki uppúr öllu valdi og þetta ætti að vera fínt.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:oops: ég hélt einmitt að hvítblettaveikin kæmi helst í svona ný búr því það vantaði alla flóru.

Mölin er vel notuð hjá mér, skolaði bara í eldhúsvaskinum í hrollköldu vatni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég skal bara renna eftir einum durg í hádeginu sem þú getur sótt til mín í vinnuna þegar þér hentar í raunini..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fengum okkur fiska í dag.
4 svarttetrur
2 skallar
3 litlir gullguramar
2 ancistrur
1 eplasnigill (Skúli, ég sneri við í búðina því gellan heimtaði. Nennti ekki að fara að senda þig heim eftir svona smáræði)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply