Ancistur ? Vantar hjálp

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
úlli óló
Posts: 16
Joined: 09 Feb 2008, 19:12

Ancistur ? Vantar hjálp

Post by úlli óló »

Málið er að Við erum Með Sverðdraga, og Gúbbý fiska og Svo Ancistur líka, Ancisturnar gutu hjá okkur í fyrsta skipti, og komu 25 stk. En einn morguninn voru þeir búnir að dreyfa sér um allt. En núna sjáum við bara einn á Glerinu, og sjáum ekki hina. Getur verið að Fiskarnir hafi étið ungana?.

Þarf maður að Taka þá úr búrinu þegar þeir Fæðast ?.
[/img][/code]
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

hmm.. já mér finnst það mjög líklegt.. án þess að hafa það alveg á hreinu. Ég er með pínulitlar ancistrur hjá mér, en þær voru held ég orðnar nógu stórar þegar ég fékk þær að fiskarnir láta þær í friði. Svo er ég með sverðdraga og plattý sem "fæða" einu sinni í mánuði (5x kellingar) og ég hef ekki séð nein seyði, nema tvö sem ég náði þegar ég setti kerlinguna í fötu rétt áður en hún átti.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Það væri örugglega ekkert verra að hafa nóg af felustöðum, sérstaklega litlum gjótum/hellum sem stærri fiskar komast ekki svo auðveldlega í. Jafnvel javamosa, en ég veit ekki hvernig það er með ancistruseyðin, hvort þau fela sig í mosanum...
úlli óló
Posts: 16
Joined: 09 Feb 2008, 19:12

Post by úlli óló »

Já ég er sko með Javamosa, og líka Grjót, svo lika stórann Kastala sem mamman Gaut í.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er ansi líklegt að amk einhver hafi verið étin. Það eru þó líklega fleiri en bara eitt lifandi, þau eru bara góð í að fela sig.

Ef þú vilt að öll lifi, þá þarftu að hafa þetta í sér búri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply