Molly með sérstaka hegðun?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Molly með sérstaka hegðun?

Post by Fiasko »

Góðan daginn.


Ég er með molly karl sem hefur verið að haga sér óvenjulega í dag. Þannig er mál með vexti að ég var að setja nýjan molly í búrið, og sá þá þennan karl vera að atast í mollykerlingu sem er í búrinu, hann synti að henni og "sperti" bakuggan hvað eftir annað.

Ég var að spá hvort þetta sé einhvernskonar mökunarferli í gangi eða eitthvað skrýtinn molly?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann er að sýna sig fyrir kerlu.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Takk fyrir þetta.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Nú er ég orðin smeikur um að karlinn gangi að nýja mollynum(sem er líka karl) dauðum. Hann ræðst á hann og "sperrir" bakuggan eins og hann gerir við kerlu.

Er þetta þáttur í sýndarmennskunni?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mínir mollyar ´voru frekar árásargjarnir, sérstaklega karlarnir út í hvorn annan. Er með fjóra, 2x kvk og 2x kk´. það er mikil samkeppni um kvk og stærri karlinn eltir og reynir að bíta þann minni. þetta lagaðist síðan. En þeir eru ennþá að böggast í hvort öðrum, en ekki eins mikið. Ef það er mikill gróður og nóg af felustöðum hjá þér þá ætti þetta að vera í lagi. Þinn karl er að segja þessum nyja að hann ræður.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply