Platy - einmana?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Platy - einmana?

Post by Jss »

Ég er með 54/60 L búr með sverðdrögum, einum platy, skala o.fl. fiskum. Undanfarna daga hefur platy-inn (kk) hangið uppvið og nánast bakvið dæluna í búrinu eins og hann sé að fela sig og virðist lítið borða. Mér finnst litirnir í honum vera farnir að dofna og hann virkar feiminn, þetta er mickey mouse platy þannig voru aldrei neitt svakalega skærir.

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort hann sé kannski einmana þar sem við vorum með kvk platy sem fór í stóru rennibrautina fyrir ca. 3 vikum þannig að hann er í raun búinn að vera einn sinnar tegundar síðan.

Vatnið í búrinu er í lagi skv. öllum mælingum og skipt reglulega um vatn o.s.frv. Ekkert sem gefur til kynna að einhver sjúkdómur sé að plaga hann nema þá kannski litleysið.

Mér datt reyndar einnig í hug hvort sverðdraginn, kk, sjái hann sem keppinaut um kvenkyns sverðdragana og leggi hann eitthvað í einelti eins og þeir gera stundum við minni kk sverðdraga.

Hvað heldur mér fróðara fólk hér á spjallinu?
Jóhann
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega e sverðdraginn að angra greyið. Þessir fiskar eru ekkert sérlega hentugir saman í svona lítið búr.
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

Vargur wrote:Sennilega e sverðdraginn að angra greyið. Þessir fiskar eru ekkert sérlega hentugir saman í svona lítið búr.
Takk fyrir hjálpina. :)
Jóhann
Post Reply