Flugur uppúr fiskabúri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Flugur uppúr fiskabúri

Post by bryndis »

Hafið þið lent í því að þegar þið opnið fiskabúrið koma stundum svona litlar flugur uppúr því?

Ég tók sérstaklega eftir því þegar ég keypti mér flotgróður (veit ekki hvort það tengist honum), eitt skiptið þegar ég opnaði búrið var nánast ský flögrandi við ljósið.. Ég auðvitað varð ekki róleg fyrr en hver einasta var dauð.. En núna er ég samt alltaf að rekast á amk 1 á dag.. og þetta er óþolandi :S Kemur þetta úr flotgróðrinum?

(er búin að sjá (og drepa) 2 flugur rétt á meðan ég var að skrifa þetta)..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig flugur eru þetta? litlar hvítar? svartar með rauð augu?

Ef flugurnar hafa komið með flotgróðrinum þá ættu þær að drepast fljótlega, því flugurnar hafa ekki neinn stað til að verpa í í búrinu. Flestar flugur þurfa jarðveg til að verpa í. Þær gætu þó laðast að ljósunum í búrinu og safnast saman þar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

bara píínulitlar svartar.. stundum eins og ló bara... En þær komast nefnilega ekkert inní búrið... Það er alveg lokað. Og ég hef ekki séð svona flugur á neinum öðrum stað í íbúðinni. Svo þær hljóta á einhvern hátt að geta verpt í búrinu?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Ég hef oft séð þetta, meira að segja úr vínberjum út úr búð.
Gróður sem kemur að utan, getur verið með allskonar pöddum í.
Stærsta sem ég man eftir var drekafluga og svo hef ég séð nokkrar sem voru svipaðar og engisprettur að lögun um 3 cm.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já er það? :S þetta er ekkert sérstaklega gaman... Einhver hugmynd um hvernig ég get losnað við þær? Þetta er búið að vera svona í nokkrar vikur!
Post Reply