Vargur wrote:Verður þú ekki að fá þér búr fyrir seyðin ?
Áttu mynd að Raphael gamla, hvað er hann stór ? Ég er eimitt með einn lítinn.
Er ekki einn skali að flækjast þarna í búrinu, hvernig er sambúðinn hjá honum og Óskarahjónum ?
Jú ég verð að redda mér búri þegar þau stækka.
Ég var á kaf í skalla eldi og var þá með þá í tunnum, þannig að ef ég fæ ekki búr get ég alltaf hent þeim í tunnurnar.
Raphaelinn er ekkert svo stór (15-18 cm) en sagan af honum er nokkuð skrautleg.
Þegar ég fékk hann var hann um 10 ára gamall og ég var með hann í 7 eða 8 ár í búrinu hjá mér, en svo flutti ég á vestfirði um tíma og systir mín fékk búrið og sá gamli fékk að fljóta með. Svo þegar við komum aftur til Ólafsfjarðar þá frétt ég af því að systa var hætt með búrið og þá kom ekkert annað til greina en að henda því aftur upp. Svo þegar ég næ í búrið mitt sem var geymt í bílskúrnum hjá systu (tómt) og komin með það útí bíl kallar hún á mig og spyr hvort ég ætli ekki að taka gamla með.
Ég hváði, því ég vissi að búrið hafði ekki verið í notkun hjá henni í rúman mánuð. Þá kunni hún ekki við að láta þann gamla og henti honum ofaní lítið búr sem sonur hennar var með ásamt nokkrum gúbbum.
Þegar ég veiddi hann uppúr þá var hann komin með mött augu og annar stóri fálmarinn var rotnaður af honum og hann var allur grár.
Ég setti hann svo útí búrið þegar ég var búinn að setja það upp. Hann hvarf strax undir steinboga sem ég var með þar.
Fyrstu dagana var engin hreifing. Svo tók ég uppá því að setja rör undir steininn og láta fóðurköggla renna eftir því til hans. Og viti menn hann tók að braggast, gráminn fór af honum og augun eru svo til hrein. En þetta með fálmarann, þá hefur hann ekki vaxið aftur. Svo fór ég að gefa honum rækjur (Íslensk djúprækja) með Óskurunum og hann er orðin feitur og pattaralegur í dag.
Ég skal senda inn mynd af þeim gamla þegar færi gefst.