Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
Squinchy
- Posts: 3298
- Joined: 24 Jan 2007, 18:28
- Location: Rvk
Post
by Squinchy »
Nú virðist Óskar parið mitt vera gera sig líklegt fyrir hrygningu aftur, hvað er mælt með að setja af matarsóða P/líter ?
p.s. eða á maður nú kanski bara að mæla vatnið og bæta örlítið útí þangað til maður nær réttu stigi ?
Og hvað er mælt með að hafa gh og ph í ?
-
Vargur
- Posts: 8605
- Joined: 15 Sep 2006, 12:03
- Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur »
Lítið í einu er væntanlega best.
Mig minnir að óskararnir hrygni helst í pH 7 þannig miðað við það þarf ekki að gera mikið.
-
Squinchy
- Posts: 3298
- Joined: 24 Jan 2007, 18:28
- Location: Rvk
Post
by Squinchy »
Okei ph hjá mér er mjög lágt, ætla að prufa að setja smá
En fyrir 600 lítra erum við að tala undir teskeið eða meira ?
-
gudrungd
- Posts: 1301
- Joined: 03 Mar 2008, 11:19
- Location: 108, Rvk
Post
by gudrungd »
hefur þú mælt ph úr krananum hjá þér? veit að það er yfir 7 hjá mér
-
Vargur
- Posts: 8605
- Joined: 15 Sep 2006, 12:03
- Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur »
Ég gerði þetta stundum í Afríkubúrum og minnir að kúfuð teskeið hækki ca 200 l. um 0.5 pH.
-
Squinchy
- Posts: 3298
- Joined: 24 Jan 2007, 18:28
- Location: Rvk
Post
by Squinchy »
Já eitthverntíma gerði ég það og þá var það undir eða í kringum 7
Okei ég prufa að setja eina teskeið og mæli eftir smá
Last edited by
Squinchy on 04 Nov 2008, 23:09, edited 1 time in total.
-
Vargur
- Posts: 8605
- Joined: 15 Sep 2006, 12:03
- Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur »
Ég gæti vel trúað að 20% vatnsskipti næðu að koma þeim að stað.