dýragarðinn og ég kíkti á strákana taka uppúr kössunum. Þaðan komu ýmiskonar forvitnileg
kvikindi, þám kvikindi sem er ansi langt síðan hafa komið (meir um það síðar).
Fiskarnir koma frá meginlandi evrópu og eru búnir að vera á ferðinni í allt að 24 tíma þegar
þeir skila sér loksins í búðina. Þeim er pakkað í frekar stóra frauðplastkassa og
inn í kössunum er þeim pakkað í misstóra poka. Pokarnir eru að sjálfsögðu með vatni í, en
í staðinn fyrir andrúmsloft er þeim pakkað með hreinu súrefni, sem gerir það að verkum að
fiskarnir geta verið jafn lengi í pokunum og raun ber vitni. Oftast eru líka settir með
hitapakkar í kassana til þess að halda hita á innihaldinu á ferðalaginu.
Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tók við þetta tækifæri. Sumar eru af fiskum úr
sendingunni og sumar af fiskum sem voru til fyrir.
Kiddi tekur út sendinguna
Gunnsi helflottur
Aðgerðarborðið
Yellow tang
Bamboo hákarl
Pink tipped anemónur
Verið að aðlaga nokkra trúða
Neon - Ég hef svolítið gaman af þessum myndum, þær voru óvenju stilltar þannig að mér
tókst að ná ágætis myndum af þessum kvikindum sem eru annars frekar leiðinlegar
fyrirsætur.
Svartneon yfir glæsilegum gróðurmottum
Plöntur teknar uppúr kassa
Fullt af nýjum gróðri
Arowana í gróðurbúrinu
Sýningarbúrið
Cacatuoides karl
Betta kerling
Önnur betta
Guðrún að reyna að lauma sér út án þess að borga

Tígrisbarbar
Bláir eplasniglar, maður hefur ekki séð þá hérna á klakanum í dágóðan tíma.
Satanoperca Jurupari - Þetta þykir mér flott kvikindi.
Julidochromis sem þeir áttu til fyrir sendinguna
Svo geymir maður alltaf það besta þangað til síðast, en það voru þessi kvikindi

Zebra enn í pokanum
Zebra
Zebra, undir
Zebra meira
Ég barðist mikið við það að reyna að ná almennilegum myndum af zebra, en það gekk misvel
eins og sést á myndunum.