Ég var að velta því fyrir mér hvort fleiri kannast ekki við matarslag í búrinu þegar maður er að gefa þeim góðgæti. Þannig er nú mál með vexti að í hvert skipti sem ég opna búrið og geri mig klárann að gefa þessum mathákum þá virðist þetta enda á einn veg. Slagur um hvern bita og Óskararnir frekastir og Midas þar á eftir og svo allir hinir síðastir og koma allir í hrúgu og yfirleitt þarf ég að vera með handklæði standby því annars myndi ég standa í frekar stórum polli og þyrfti að skipta um föt.
--------------
Það yrði gaman að geta myndað þetta en þetta er alltaf sama útkoman í hvert skipti sem þeir eiga von á mat að nokkrir lítrar af vatni fara beinustu leið á gólfið og yfir mig allan, Þeir hreinlega stökkva upp og hálfur búkurinn birtist yfir vatnsyfirborði og svo er tekin smá hnykkur og skellt sér á fæðubitann og svo stuttu seinna er maður að þurka ser í framan og þurkandi gólfið og glerið á búrinu og svo farið og bolurinn setur á ofninn til að láta hann þorna.
--------------------
Það væri nú gaman að heyra aðrar reynslusögur af matargjöf á matarhákum fiskaeigenda.
pff... ég er með 2 fullvaxta óskar og einn frekar stórann óskar... það þarf alltaf að vera við öllu búinn... busla að minsta kosti alltaf aðeins útfyrir í hvert skipti þeir þekkja líka matarpokann verða bara æstir ef þeir sjá hann ..