Þökk sé góðu fólki á amerískum og enskum spjallrásum, þá gat ég náð mér í góða þekkingu með því að spyrja og lesa og læra ..
Svona leit garðurinn minn út í Mars fyrir ári síðan, þegar ég keypti hérna.
Myndin sýnir "tómleikann" greinilega, en ég sá strax möguleikana

Ég flutti í Júní og hafði því 3 mánuði til að undirbúa mig og skipuleggja.
Ákvað að byrja á tjörninni og hanna síðan garðinn í kringum hana.
Byrjaði á því að teikna í "Photo-Shop" útlínurnar

Ég flutti í endaðan Maí á afmælisdeginum mínum og hefði satt að segja ekki getað fengið betri afmælisgjöf..
Áður en ég kláraði að taka upp úr kössunum og koma mér fyrir, þá byrjaði ég á tjörninni
Hreinlega gat ekki beðið! Fiskarnir mínir sem voru í gömlu tjörninni þar sem ég bjó áður, voru í 100 lítra plastkassa úr Rúmfó, ég var hrædd um að þeim myndi ekki líða vel þar en komst að því að þeir höfðu það fínt í þessar 2 vikur þar sem ég skipti daglega um 20% af vatninu.
Þið getið séð ílátið á næstu mynd, þetta er þegar ég (loksins) byrjaði að grafa!

..og svo "nokkrum" skóflum seinna

Ég var svo hissa á því að í jarðveginum eru nánast ekkert grjót og moldin er jafnvel betri en sú sem seld er í Gróðrarstöðvunum, svo að það var auðvelt að moka henni þar sem moldin er laus í sér.
..Og já, ég gerði þetta allt sjálf með eigin höndum og skóflum - fékk jú smá hjálp í byrjun við að fjarlægja efsta lagið þ.e. grasþökurnar. Næsta mynd er tekin þegar ég var langt komin að grafa.......
Tjörnin er 80cm þar sem hún er dýpst, 30cm á grunnu svæðunum.

Horft á móti húsinu - tjörnin er í laginu eins og talan 8, næst okkur á myndinni er leirtjörnin en næst húsinu er vatnalilju & fiskatjörnin. Á milli yfir mjóa hlutann kemur svo brú og fiskarnir geta synt fram og aftur...

Jahérna, við að útbúa þennan þráð/póst þá rifjast upp minningarnar við að horfa á myndirnar - það rigndi nánast hvern einasta dag í Júní í fyrra og jarðvegurinn var mjög blautur allan tímann.
Allar plönturnar voru geymdar upp við hús í plastpokum. Satt að segja þá rigndi svo mikið að ég þurfti ekki einu sinni að vökva þær, ekki einu sinni vatnaliljurnar!
..reyndar þá druknuðu næstum nokkrar af garðplöntunum, Eplatréð varð aumingjalegt um tíma þar til að ég gerði göt á plastpokann.
.. næsta mynd sýnir nokkrar af tjarnarplöntunum
Þær lifðu allar af

Hérna er ég að breiða úr undirlaginu/ einangrun. Þetta eru fjórar plastyfirbreiðslur úr Europris ætlaðar fyrir báta o.þ.h. hentar mjög vel þar sem ekkert grjót er í jarðveginum, bara mjúk mold.

Tjarnardúkurinn kominn! Keypti hann á gosbrunnar.is

Það tók mjög langan tíma að breiða úr dúknum því hann er ótrúlega þungur og mikil vinna að laga dúkinn að óreglulegri tjörninni

Dagur 3, byrjuð að fylla tjörnina (með öndina í hálsinum)

var ég búin að nefna að dúkurinn er 11 metr langur og 4 metra breiður..
Tjörnin er 9 metra löng og meðal breidd ca. 1,50
Ég notaði mold úr garðinum í leirtjörnina


Það tók næstum 6 klukkustundir að fylla tjörnina, hún rúmar um 8000 lítra.
Þessi unga dama fylgdist með hverri hreyfingu, hún var mjög ströng og ákveðin, skipaði mér þó að taka pásur af og hverju og sýna henni jafn mikla athygli og skóflunni & mold hehe

Þessi prinsessa var of fín með sig til að taka þátt í fjörinu - hún hélt sig inni eða í garðinum hjá nágrannanum á meðan, greinilega stórhneyksluð á mér að rústa garðinum .. og trúið mér, garðurinn var í rúst! Leðja allstaðar og ég var í gúmmístígvélum allan tímann..

Eplatréð fór að blómstra - þó að það væri enn í plastpokanum upp við húsvegg

Á næstu mynd er ég byrjuð að setja grasþökur á tjarnarbakkana

..á meðan voru fiskarnir í plastílátinu, biðu spenntir eftir að kanna nýju heimkynnin

Ég notaði afganginn af torfinu til að búa til brekku fyrir lækinn og "fossana", ég er búin að breyta nokkrum sinnum eftir að þessi mynd var tekin, en fuglahúsið stendur samt enn ofan á "Skippy" hreinsibúrinu.
"Skippy er 120 litra ruslatunna fyllt með grófum gólfhreinsipúðum sem ég klippti í óreglulegar stærðir.

Plönturnar komnar í tjörnina, kringlótta svarta fyrirbærið er svokallaður Skimmer.

Séð út úr eldhúsglugganum - my favorite view

Hérna er ég byrjuð að koma fyrir möl og steinum - ég fór í fyrirtæki upp á höfða sem selur möl & grjót og hand tíndi hvern einasta stein og grjót í næstum 2 tíma! Náungarnir sem vinna þar héldu greinilega að ég væri klikkuð því að ég hlóð heilu tonni í Volvo sedan!
-já, rétt lesið, heilu tonni af grjóti og möl-
ég hlýt að vera bjáni að gera svona lagað, en bíllinn lifði af (haha)
Takið eftir því að það rignir næstum stanslaust, jarðvegurinn í garðinum er nú orðinn að mýri..
Brúin og garðbekkurinn komið á sinn stað..



Þessi mynd sýnir tjarnardúkinn og undirlagið
Hófsóleyin á myndinni var búin að blómstra áður en hún náði í tjörnina .

Vatnið flæðir og ég hélt áfram að gróðursetja
Tjarnar pumpan er Oase Aquamax 8000, sem liggur á tjarnarbotninum og dregur vatn þaðan og úr "Skimmer" sem fleytir af vatninu.

Loksins, eftir tvær vikur í plastkassanum fóur fiskarnir í tjörnina

..og það hélt áfram að RIGNA

Ég viðurkenni fúslega að þetta var mikil vinna og þvilíkt púl, en maður á aldrei að vanmeta sjálfan sig - ef að ég get gert þetta á 2 vikum þá getið þið það svo sannarlega líka!
..og bakið mitt lifði satt að segja af..
Garðurinn er ástæðan fyrir að ég keypti þetta heimili. Ég fann sterka þörf fyrir að útbúa mitt eigið athvarf á eigin lóð.
Hvað um það, tilbaka í Vatnagarðinn..
Júlí kom og sólardagar urðu loksins fleiri en rigningardagar!
ég hélt áfram að planta, jafnaði lóðina og sáði grasfræjum - ég ákvað að hafa frekar gras á tjarnarbakkanum en grjót og steina því að garðurinn er frekar lítill ..
en hinum megin við tjörnina hafði ég steina og grjót á tjarnarbakkanum, á næstu mynd sjáið þið "yours truly" að hlaða grjóti sem ég náði í niðri í fjöru.
..í þetta sinn fór ég tvær ferðir í staðinn fyrir eina (roðn) OG fékk hjálp frá vinkonu minni sem tók myndina


Næsta dag byrjaði ég að útbúa tjarnarbakkann..
séð yfir tilbúinn tjarnarbakkann - horft yfir í garð nágrannans.


Heba Isabel þreyttist á að horfa á mig og ákvað að það væri kominn tími á smá lúr - English Bulldog þarf mikla hvíld! hehe

Fuchsia byrjaði að blómstra

Og vatnaliljurnar sendu upp ný blöð nánast daglega - enn sem komið er á ég bara fjórar tegundir

Síðan tók ég brúna af til að bera á hana og notaði tækifærið til að smella mynd af allri tjörninni / báðum tjörnunum..

"Voff, þetta er miklu betra"

Nú, hvað ert þú og nágranninn að gera núna??

Við ákváðum að setja upp girðingu í kringum garðana okkar


urrgh, þið eruð snarbiðuð! Ég er útkeyrð..

Mummy, hlustaðu ekki á þessa feitu lötu tík!
Mér finnst það frábært framtak að loka garðinum og veita okkur meira prívat - og skýla garðinum frá rokinu -Mjá..

Næstu myndir tók ég tveim vikum seinna



Myndir af læknum


Séð frá hlið

Leirtjörnin


Horft í átt að húsinu - eins og sjá má er garðurinn frekar lítill, en hann er nógu stór fyrir eina klikkaða konu, hundinn hennar og köttinn líka..
