ég byrjaði að fá mér 60 L búr og 4 gullfiska en mig grunar að dælan sé eitthvað biluð?.. er eðlilegt að búrið verði gruggugt og græn slykja leggst á allt skraut alveg á 2 vikna fresti ? ... er búin að vera dugleg að skipta út vatni og gef þeim lítið að borða held ég
en mig langar svo í fleiri fiska, hef heyrt að ég megi ekki blanda gullfiskum við aðra fiska, er það rétt ? mig langar nebbla í öðruvísi en gullfiska
Hvað kallarðu dugleg að skipta út vatni ? 50% vikulega er hæfilegt og gott að ryksuga botninn 1-2x í mánuði.
Gullfiskar geta gengið með ýmsum fiskum þó sennilega sé ekki mikið pláss fyrir fleiri fiska í 60 l búrinu.
1 brúsknefur og 2 corydoras er eitthvað sem ég tel hæfilegt.
brúsknefur og corydoras sem var minnst á hér fyrir ofan eru "ryksugur" og verða ekki of stórar fyrir búrið.
Eplasniglar eru í fínu lagi og skemmtileg viðbót.