illa farinn plattýkall

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

illa farinn plattýkall

Post by bryndis »

Heyrðu.. ég tók eftir því um daginn að plattýkarlinn minn er kominn með "kúlu" á hausinn... Mér datt í hug að þetta væri bloat.. og ætlaði að sjá hvort þþetta væri e-ð að smitast á milli fiska eða dreifast um hann... Svo fékk hann smá útþaninn maga en það er farið núna. Núna er hann samt ennþá með þessa kúlu á hausnum, bara öðru meginn. en er allur frekar dökkur. Hann var í svipuðum lit og kerlingin, en já - er núna mun dekkri.

Ef þetta væri bloat, myndi ekki vera útstætt hreystur á fleiri stöðum en bara hausnum? Og væri það ekki hjá fleiri fiskum?

Hvað gæti þetta annars verið?

Ég er með sverðdraga í búrinu, 1kk og 3kvk, datt í hug að hann væri e-ð að böggast í honum. En ég hef aldrei séð sverðdragan svo mikið sem synda í áttina að plattýkarlinum..
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Kúlan er orðin mjög stór og virðist vera að opnast?

Ég var alltíeinu mjög hrædd uma ð þetta væri e-ð snýkjudýr svo ég tók hann úr búinu og hef hann sér... bara í könnu samt, á ekkert aukafiskabúr eins og er :S
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Mynd:
Image

Sá bara núna í dag að það er komið hvítt í þetta.. eins og hún sé að opnast?
Það var alltaf bara kúla í sama lit... Hann er búinn að hafa hana í amk 2 vikur? held ég.. Er s.s. búin að vera lengi að stækka.. Hann sýndi engin einkenni þess að þetta væri e-ð að bögga hann, fyrr en reyndar aðeins í gær/fyrradag, þá var hann e-ð að fela sig undir steini í smá stund.. Annars ekkert, hann borðar vel og syndir um allt..

Einhver sem kannast við þetta??

Það eru engin einkenni á hinum fiskunum..
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

...hefur enginn séð neitt svona?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Líklega bakteríusýking eftir stress og lélegt vatn.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Hann reyndar fékk þetta á sama tíma og hvítblettaveikin var. En ég hefði búist við því að þetta myndi lagast eftir að hún fór?

Ég skil ekki alveg af hverju vatnið hjá mér virðist alltaf svona lélegt? Fyrst hvítblettaveiki og svo þetta. Ég er með nýtt búr (nokkra mánaða) og þ.a.l. nýja dælu og hitara. Ég skipti um vatn (30%) 1x í viku og er aldrei neitt "sullandi" í búrinu. Ég er með tímarofa á ljósinu svo það er reglulegt ljós - 11tímar á dag, og gef 2x á dag, og passa að það falli aldrei mikið niður, s.s. að fiskarnir éti allan matinn sem ég gef (gef þá frekar lítið, bíð þangað til þeir klára, og þá aðeins meira ef maturinn kláraðist strax). Hvað er ég að gera rangt?

Fiskarnir eru þó allir sprækir núna (nema plattýkarlinn sem drapst í dag), en ég er orðin frekar pirruð á þessu.. Lenti einusinni í veseni með kúlubúrið mitt (fiskurinn fékk sporðátu), og þar var ekki dæla né neitt, og ég var lítið heima, en fiskurinn lifir ennþá (var 1,5ár í búrinu). Skil ekki afhverju ég er að lenda í meira veseni þegar ég hugsa muuun betur um búrið núna, er með stærra búr með dælu, og finnst ég hafa umhirðuna nokkuð á hreinu :(
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

gæti verið sniðugt að fá þér svona diptest til að sjá ph, nitrat og nitrit, eða fara með vatn í krukku í eh af vandaðri fiskaverslunum og biðja þá um að mæla það, þá færðu allaveganna að vita ammoníak, nitrat og nitrit sem getur valdið eitrunum og álagi á fiskana
Post Reply