Barnaspítalabúrið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Barnaspítalabúrið

Post by Vargur »

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=4736
Loksins var búrið á Barnaspítala hringsins sett upp fyrir gullfiskinn Sverri sem er orðinn 8 ára og hefur hýrst í 15 l. búri.

Við Elma (Lindared) skelltum upp búrinu í dag en Inga Þóran og ég stóðum í að betla út dótið í verslunum og safna klinki frá spjallverjum.

Verslanir tóku allar vel í málið þannig ekkert þurfti að kaupa og peningarnir renna því til spítalans.

Dýragarðurinn gaf búr og hreinsidælu.
Trítla gaf sand og ofl í búrið.
Bender heildverslun gaf vagn undir búrið.

Nokkrar myndir.

Image
Vargur að störfum.

Image
Sverrir virðir fyrir sér nýja búrið.

Image
Fluttur yfir.

Image
Virðir fyrir sér nýja heimilið.

Image
Alsáttur í nýja búrinu.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

æðislega flott :D
kristinn.
-----------
215l
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Frábært! :góður:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brill, gaman að sjá eitthvað svona gert, gott framtak!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

vá, frábært framtak! Æðislegt :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Glæsilega gert hjá ykkur!
flott nýja búrið!
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

líst vel á þetta :D á örugglega eftir að kalla fram mikla hamingju :)
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Af hverju er búrið ekki fullt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Ásta wrote:Af hverju er búrið ekki fullt?
hehe, vorum að ýta búrinu til og frá, það hefði bara skvettst upp úr búrinu ef það hefði verið fullt af vatni:)

annars var mjög gaman að gera þetta, krakkarnir og starfsfólkið fylgdist spennt með aðgerðum, og mikil gleði myndaðist þegar Sverrir gullfiskur fór ofaní nýja búrið :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

meira að segja ég var búin að fatta afhverju búrið var ekki fullt! :hehe:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fólk þarf nú ekki að vera með neinn brussuskap :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ásta wrote:Fólk þarf nú ekki að vera með neinn brussuskap :lol:
Krakkarnir vilja hjálpa til og búrið er mikið á ferðinni. :)
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þetta er algjör snilld, Flott búr.
Alveg frábært hjá þeim sem að sponsuðu þetta.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er forsíðufrétt í Mogganum í dag og 1/2 síða inní :)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Noh, er minnst á félagið/spjallið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, já, það er tekið fram að spjallfélagar hafi safnað fyrir þessu og arriserað öllu saman og svo er smá viðtal við Hlyn inní blaðinu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

kúl - gaman þegar spjallið fær plögg. Athyglisvert að skoða traffíktölurnar, hvort það komi eitthvað auka í dag.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þú fylgist með og lætur okkur vita.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Flott viðtal, og jákvæð og góð frétt. Var gaman að lesa þetta... þó maður hefði nú séð flest hérna á spjallinu áður ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fínasta grein.
Til gamans má geta að þetta er honum Kiddacool að þakka en móðir hans er á mogganum og skrifar þetta.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

hehe, ekert að þakka
kristinn.
-----------
215l
Post Reply