Guramaræktun.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Guramaræktun.

Post by Ásta »

Nú leikur mér forvitni á að vita hvort einhverjir hér séu að rækta gurama eða hafa gert?

Ég veit ekki mikið um hvernig er best að haga sér en veit þó að þeir gera loftbóluhreiður eins og bardagafiskar.

Mér þætti vænt um ef einhver fróður gæti sagt mér til um hvað þeir þurfa til að svona lagað lukkist.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég ræktaði einusinni gullgúrama, það var lítið mál.

Tók fyrst karl og setti í hálffullt 50l búr án allrar hreyfingar (ekkert loft og engin dæla) og leyfði honum að dunda sér að gera hreiður. Þegar hann var búinn að gera það fínt, þá setti ég kerlingu hjá honum og hann hófst næstum samstundis handa við að kreista hana. Þegar það var búið tók ég kerlinguna frá og leyfði karlinum að vera þangað til að seiðin voru búin að klekjast út. Seiðin eru *ofsalega* lítil til að byrja með og geta held ég ekki tekið artemíu. Ég man ekki alveg hvernig ég fór að því að fóðra þau en einhvernvegin tókst það og ég kom um 20 stykkjum á legg.
Það er líka mikilvægt að það sé gott lok ofaná búrinu, eða jafnvel bara filma yfir, vegna þess að seiðin hanga í yfirborðinu til að byrja með og þola það illa ef loftið fyrir ofan vatnið er mikið kaldara en vatnið..

Þetta er svona það helsta, ef þú ert að pæla í einhverju sérstöku þá endilega spyrja :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Takk keli.

Þetta er líkt og með bardagafiskana, ég prófaði það einu sinni og gekk ágætlega.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seiðin þurfa helst Infusoriu fyrst en ef menn eru ekki að skrúbba búrið of mikið ættu þau að finna eitthvað að kroppa.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

hvernig þekkir maður muninn á kynjunum?
What did God say after creating man?
I can do so much better
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

KK fá lengri bakugga og eru oft litmeiri.
Post Reply