hjálp mygla

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

hjálp mygla

Post by IVAR »

þannig stendur að ég er með gróðurbúr sem var bara með rækjum,
síðan bætti ég 2 ancistuköllum í það og 2 vikum seinna var annar kallin dauðurjavascript:emoticon(':v%C3%A6la:')
Grenjar var alveg fullhress kveldið áður
og ég sá þá myglu á plöntunum sem lítur alveg eins ut og slæmur fungus,
búrið er 100 lítra er með loftdæluog dælu án filters bara til að hafa smá hreyfingu.,25 gráðurnar eru í búrinu.ljóstími um 8 klst.ég viðurkenni að ég veit ekki of mikið um hvernig á að rækta plöntur en er búinn að vera með plöntur í 8 mánuði og vel hefur gengið hingað til


hvað er þessi mygla að gera á plöntunum?
hvernig losna ég við hana?
getur þessi mygla hafa drepið ancistuna?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

skiptir þú um vatn reglulega? af hverju ertu ekki með filter?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu að gefa í búrið ? Þetta gæti þá verið óétið fóður.
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

ég var að reyna að fjölga rækjunum aðeins og tók þa´fylterinn úr,og já það er sirka 2 vikur síðan ég fór að gefa rækjutöflur en aldrei nema 1 töflu sem eg muldi í nokkra hluta á nokkra daga fresti en ancistrunar sáu um þær að mestu.

ég er nokkuð viss um að allar rækjunar sjái um allt fóður,en það er samt greinilega eitthvað að er nokkuð viss um að það sé ekki fóðurgjöfin,,

ég skifi um 30 litra nánast hverja helgi

skildi ég þurfa að hagræða strauminum á vatninu t.d að það sé meiri straumur við botninn??
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

En að fjarlægja fungusinn ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

af plöntunum já hahahahaha
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já það ætti ekki að vera mikið mál
Kv. Jökull
Dyralif.is
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

hvernig?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tekur plöntuna upp úr búrinu, í fötu með smá vatni

ef myglan fer ekki við smá nudd þá er blaðið sem hefur mygluna á fjarlægt

Skárra að missa nokkur blöð af plöntunni heldur en að láta mygluna yfirtaka plöntuna og hugsanlega drepa hana
Kv. Jökull
Dyralif.is
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

ok takk fyrir skjót svör en ég verð ábyggilega að henda flestum plöntunum til að losna við þetta, það eru svo margar sem ég get einganveginn hreinsað alveg.

hvernig kemur þetta?????????????????

getur þetta hafa drepið ancistruna??

kemur þetta bara á plöntur?????
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mygla yfirhöfuð myndast þegar lífrænn úrgangur nær að setjast að ó áreitt þannig að þetta er örugglega vegna matar sem fellur til botns og nær að rotna

En þarf þó ekkert endilega að vera, bara mín ágiskun
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það sé málið, óétið fóður og lítil hreyfing á vatni er ávísun á fungus.
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

hvernig sistem er best að hafa á þessu. ég hélt að plöntur þyldu illa straum
er málið öflug dæla eða dreifa slatta meira af loftslöngum um botninn.

er ekki hægt að gefa lyf gegn þessari myglu t.d lyf gegn fungus ættli það virki???

er einhver leið svo ég þurfi ekki að henda plöntum fyrir slatta af þúsundköllum??
ég get ekki hreinsað alla mygluna

hvernig er best að díla við sirka 70 stk af rækjum getur þetta fylgt þeim í önnur búr eða þá með ancistruni og nokkrum seiðum????
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Funguslyf gæti virkað en fer kannski illa í rækjurnar.
Ég mundi reyna að nudda það mesta af plöntunum og skipta um góðan hluta af vatninu annan hvern dag þangað til þetta fer.

Hvaða rækjur eru þetta ?
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

Caridina japonica
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þörungur sem myndast í búrinu ætti að duga þeim í fóður.
Örlitið af spirulina dufti eða þörungatöflum ef svo er ekki.
Eplasniglar gætu komið sér vel til að hreinsa upp leifar.
IVAR
Posts: 42
Joined: 10 Jun 2008, 10:37

Post by IVAR »

ég þakka fyrir svona snögg svörr

hvað á ég að gera við ancistruna er í lægi að setja hana í annað búr með öðrum fiskum og er í lægi að setja fiska með rækjunum???
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvoru tveggja held ég að sé í lagi.
Post Reply