Ég er að velta fyrir mér að selja 500 l búrið.
Um er að ræða 500 l búr með stálramma, loklaust en nánast nýtt ljós sem liggur laust ofan á búrinu og perur fylgja með.
Búrið er heimasmíðað (Tjörvar). Einhverjar rispur má sjá á framglerinu en þær angra mig ekki nema þegar ég er að taka myndir af fiskunum, vel má vera að bakhliðin sé betri.
Málin eru 145x55cm og hæðin er 66cm.
Timburstandur fylgir búrinu en hann er langt því frá að vera eittvað stofustáss en dugir vel undir búrið.
Verðið er kr. 35.000.- en má lækka eitthvað ef kaupandi þarf ekki ljósið með.
500 l búr til sölu. (Selt)
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
500 l búr til sölu. (Selt)
Last edited by Vargur on 08 Apr 2007, 15:44, edited 1 time in total.
Þarf að mæla í stofunni, sjá hvort ég komi þessu ekki fyrir - geturðu tekið mynd af því hvernig það lítur út ofanfrá (lokið)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það rignir inn póstum um búrið og nýir notendur skrá sig á spjallið til að senda mér fyrirspurnir, greinilega vöntun á búrum í þessari stærð og svo ekki sé talað um verðið.
Nú er svo komið að sala á búrinu er nánast frágengin að ég tel en ég hef þó ekki enn fengið lokastaðfestingu.
Ég smelli inn myndum við tækifæri og Keli endilega mældu en ekki gera þér of miklar væntingar.
Nú er svo komið að sala á búrinu er nánast frágengin að ég tel en ég hef þó ekki enn fengið lokastaðfestingu.
Ég smelli inn myndum við tækifæri og Keli endilega mældu en ekki gera þér of miklar væntingar.
Ojæja.. ætli ég endi ekki bara á að smíða mér sjálfur..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net