Það eru skrímsli í húsinu !!!

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

RTC

Post by Atli »

Hehe.. þetta var brandari dagsins... eða hvað...
Ég held að sliplips hafi orð að mæla, Vargur.

Ertu með nýjar tölur á því hvað hann er langur RTC'inn?
Ætli það sé hætta á því að þegar hann verður stærri og þyngri að hann geti komist í gengum lok á búri? Mér sýnist þessi fiskur geta orðið þyngri en maður heldur. Ég er að reyna að ímynda mér hvað þessi sem liggur þarna hjá stelpunni sé þungur.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessar skepnur geta farið yfir 40 kg þannig það verður vissara að hafa farg á lokinu. Hann Guðmundur átti svona skepnu, vel stóra og sá braut í tvígang glerplötu ofan á búrinu. ´
Ég held að kvikindið hjá mér sé um 20 cm, stækkar svakalega. :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image

Image
Walking cat að nuddast í red-tali, plegginn lætur sér fátt um finnast enda vel brynjaður.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smellti nýrri mynd af Rtc í kvöld þar sem hann var færður á milli búra.
Smellt málbandinu á kappann og reyndist hann vera orðinn fullir 20 cm.

Image
20 cm, glöggir lesendur taka væntanlega eftir logoinu á úrinu, he he. :D

Image
Hér er svo mynd frá deginum sem hann kom í hús, kannski 8 cm.

Maður þarf að fara að gæta barnana. :hákarl:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er hann orðinn gæfari, farinn að éta úr höndunum á þér og svona?

Eða er hann ennþá feimnispúki?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann þurfti að holast í 250 l yfirfullu búri frá páskum og sást aldrei þannig hann er bara meiri fýlupúki núna.
Nú fer ég þó að vinna í að temja kappann. :mrgreen:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég sé að bakugginn á honum er talsvert minni núna en þegar hann var lítill. Á hann að vera svona eða er verið að narta í hann?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Walking catfish japlaði hraustlega á bæði ugga og sporði á greyinu.,
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tók eftir því um daginn að Clown-knive hefur orðið fyrir einhverju aðkasti, hann er með Hujeta og black ghost í búri og var orðinn eitthvað tættur, ég tel ungt convict par sem var í búrinu við fóður framleiðslu eiga sökina og tók það með snarhasti. Daginn eftir tók ég eftir að clowninn var orðinn eineigður blessaður kappinn, í fyrstu var ég að hugsa um að slátra greyinu en nú hefur hann braggast og þó fiskar með áberandi galla eins og augnaleysi fari frekar í taugarnar á mér þá fær hann að vera eitthvað áfram.

Image
Clown-knive.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smá up-date á myndir, fátt nýtt svo sem.

Image
Shovelnose.

Image
Clown-knive, enn hálf tuskulegur eftir augnnámið.

Image
Hujeta.

Image
Hujeta.

Image
Nýasta skrímslið, nálafiskurinn, lítoð stærri en saltstöng.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessir Hujeta eru mjög flottir sem og nálafiskurinn. (Ekki að mér finnist hinir ljótir)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kominn tími á up-date á skrímslaþráðinn.

Red tail catfish og shovelnose eru báðir komnir í 400 l ameríku(?) búrið, báðir eru að fíla sig vel í búrinu og sérstaklega virðist skóflunebbinn sáttur. Ég er fyrst núna að ná myndum af honum á sundi eða kannski frekar svifi því hann eiginlega svífur um búrið.

Image
Kominn á flug.

Image
Undir look.

Image
Búinn að kýla vömbina hraustlega.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ekkert lítið flottur :shock: Hvað er hann búinn að stækka síðan þú fékkst hann?

Edit: sá eldri þráðinn um fiskinn síðan í sept06. Kannski betra að spyrja þá hvað hann er orðinn stór núna?

Þú tókst fram fyrr í þræðinum að hann verður allt að 1m. Á það líka við í búrum?
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Svakalega eru þeir flottir hjá þér, hvað eru þeir orðnir stórir?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nebbinn er um 20 cm án veiðihára.
Sennilega nær hann ekki metranum í búri en ef vatnsgæði osf eru góð kemst hann líklega langleiðina.

Red-tailinn er sennilega einnig að detta í 20 cm og hefur tekið vaxtarkipp í nýja búrinu.
Hann hangir mest undir dælukassanum en kemur fram á mátmálstímum og hreinlega æðir um búrið í fæðuleit og mynnir helst á pictus.

Image
Image
Það er ekkert grín að ná myndum af þessum fjörkálf.
Ég reyni að ná honum upp fljótlega til að mynda og mæla.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Pant fá tsn og rtc í búrið mitt! :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Meinarðu í tjörnina :D , ég er farinn að leiða hugan að því hvað ég geri þegar þeir verða stærri, sé þá alveg fyrir mér í sitthvoru 400 l búrinu. :?
...og ekkert annað. :roll:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fyrst í búrinu svo í tjörnina... Er búinn að panta 54 fermetra af dúk þannig að það ætti að vera nóg pláss fyrir þá :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég átti alltaf eftir að koma með details um nýasta skrímslið.

Xenentodon cancila - nálafiskur.

Þetta kvikindi kemur frá Asíu og finnst víða, bæði í fersku og brackish vatni og kann best við sig í hóp.
Kvikindið getur orðið allt að 40 cm þó sjaldan fréttist af þeim fara yfir 30 cm í búrum.
Þessi fallega skepna étur nánast eingöngu lifandi fæði, skordýr og minni fiska.

Sá sem ég er með er 13-15 cm.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af skepnunni að snæðing.

Image
Hér er hann með convict seiði.
Það er einstaklega erfitt að taka mynd af skepnunni þar sem hann hreinlega æðir að bráðinni og hremmir hana og gleypir á augabragði.

Image
Image
Image
Sæmilegasti sverðdragari hvarf á 3 sekúndum.

Image
Image
Fullvaxin guppy kerling var ekki lengi í magan.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

þetta er eitur svalt 8)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

alveg hreint magnað :o
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skelfilega flott að sjá þetta "live", þessir fiskar virka svo sakleysislegir en eru svo bara algjör rándýr og hakkamaskínur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér varð hugsað til pogosins þegar ég kom heim í kvöld. Ég sá sveran ánamaðk skríða fyrir framan mig á stéttinni og greip hann með mér inn og fleigði í búrið hjá Hujeta og nálafisknum. Þeir gjörsamlega trylltust og slógust um maðkinn.

Eftir mat fórum við Vargsfeðgar í gönguferð og maðkatínslu, því miður voru flestir sæmilega þenkjandi ormar flúnir í skjól en við höfðum þó nokkra úr krafsinu og einn risavaxinn snigil. Á ferðum okkar rákumst við á ansi fallega kisu sem Vargur jr. sýndi mikla athygli og þrátt fyrir að togað væri í skott og eru lét kisi sig hafa það að flækjast aðeins með okkur. Kunnum við kisa bestu þakkir.

Þegar heim var komið var möðkunum umsvifalaust fleigt í búrin við mikla hrifningu fiskana. Snigillinn stóri fékk þó ekki eins góðar mótökur en 2 Óskarar og skóflunefurinn smökkuðu hann en skiluðu samstundis, að lokum komst Red-tailinn í snigilinn og gleypti í einum bita og virtist alsáttur.

Það er nokkuð ljóst að maðkatínsluferðir verða fastur liður eftir rigningar.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já maðkarnir eru vinsælasti rétturinn í mínu búri, alltaf slegist um þá, bókstaflega. Svo eru þeir ókeypis :P
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skóflunefur og red-tail eru farnir að éta úr höndunum á mér eins og ekkert sé, ansi gaman af því. Ég held að það sér þrælauðvelt að gera þessa fiska spaka eins og hunda sérstaklega ef þeir eru einir í búri.

Image
Hér er einn sem er spakur eins og hundur, þetta er blendingur af Tiger shovelnose og Red-tail. Magnað þar sem það er mjög sjaldgjæft að tvær svona óskyldar tegundir eignist saman afkvæmi. Kannski ég endi með par. :D
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Ef einhver (hugsa til pogosins) hefur áhuga þá þarf ég að losna við nálafiskana mína tvo get bara ekki haft þá lengur. Annars ætla ég nú bara með þá aftur í dýragarðinn svo ég auglýsi þá nú ekkert formlega.
En þessir fiskar eru nú bara svalir 8)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

tímirðu ekki að gefa þeim að éta? :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Eyjó wrote:Ef einhver (hugsa til pogosins) hefur áhuga þá þarf ég að losna við nálafiskana mína tvo get bara ekki haft þá lengur. Annars ætla ég nú bara með þá aftur í dýragarðinn svo ég auglýsi þá nú ekkert formlega.
En þessir fiskar eru nú bara svalir 8)
ég sá þetta bara ekki fyrr en núna... en ég er kominn með annan þeirra. veit ekki hvað varð um hinn ?
Sé að þú postaðir fyrir nákvæmlega klst. ég keypti hann fyrir hálftíma.. voðalega gerðist þetta hratt hehe
-Andri
695-4495

Image
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

keli wrote:tímirðu ekki að gefa þeim að éta? :D
haha jaa bæði það og ég hef ekki búr undir þá, alltaf eitthvað bögg milli þeirra og channanna
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

át að fá þér aligator gar,magnaðir fiskar og flottir.
http://www.whozoo.org/Anlife99/paulstov ... index2.htm
Post Reply