Undarlegur vöxtur á maingano síklíðu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Undarlegur vöxtur á maingano síklíðu

Post by Tigra »

Ég er með 95 lítra fiskabúr með tveimur frontósum (já ég veit ég þarf að stækka búrið þegar þær stækka), tveimur maingano, humar, og tveimur fiskum sem ég get ómögulega munað hvað heita en líta svona út:

Image
(ef einhver þekkir nafnið má hann endilega láta mig vita)

Vandamálið er hinsvegar karlkyns maingano-inn. Um daginn þá byrjaði að myndast einhverskonar hvít blaðra við gotraufina á honum sem óx svo og varð frekar stór, sjá:

Image

Mér leist vægast sagt ekkert á þetta. Þetta byrjaði um kvöld og náði hámarki um hádegi eða miðdegi næsta dags. Svo um kvöldið hjaðnaði þetta bara og hvarf. Núna er þetta eiginlega alveg horfið en ef maður kíkir undir hann sér maður enn svona smá hvítan blett þar sem þetta var.

Veit einhver hvað þetta getur verið?


Svo er annað - við keyptum tvær ryksugur í september sem voru eiginlega alveg jafn stórar. Þær líta svona út:

Image

Önnur þeirra hefur vaxið smávegis (bara nokkuð eðlilega) en hin er búin að vera bara á sterum eða eitthvað! Hún er orðin þrisvar sinnum stærri en hin ryksugan og er að verða næstum jafn stór og maingano fiskarnir og kvenkyns brúni fiskurinn (sem ég man ekki hvað heitir):

Image

Er þetta eðlilegt að hún vaxi svona hratt og að ryksugurnar vaxi svona svakalega mis-hratt?

Með fyrirfram þökk
Tigra
Last edited by Tigra on 14 Nov 2008, 12:06, edited 1 time in total.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þarft eitthvað að laga myndirnar svo að þetta gangi... getur verið að runan sem kemur á eftir jpg (?t=.........) sé ofaukið? þú getur svo skoðað innleggið áður enn þú sendir það inn með því að ýta á skoða en ekki senda!
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Úbbs sorry tók ekki eftir þessu. Búin að laga.
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Síliðan sem þú veist ekki nafnið á heitir Aulonacara Jacobfreibergi Eureka afbrigðið synist mér.

Ryksugurnar heita á íslensku Brúsknefur og þær geta vaxið mishratt.

Með mainganoinn sýnist mér að þarmurinn sé kominn út eða þetta sé ormasýking og ormurinn sé að vaxa út.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
Tigra
Posts: 42
Joined: 18 Sep 2008, 10:40

Post by Tigra »

Takk!

Það virðist vera í lagi með mainganoinn núna og hann er sprækur sem aldrei fyrr... vonandi að þetta hafi bara lagast.
Ég átti einu sinni páfagauk og leghimnan datt út hjá henni einu sinni þegar hún var að verpa. Þá var nóg að ýta henni aftur inn með olíublautum eyrnapinna og það gréri. Vonandi er þetta í lagi fyrst þetta er komið inn aftur.
Post Reply