það er smá fantasía í gangi..... hvernig mynduð þið telja að væri ódýrast og best að gera rekka með 3 - 4 100 lítra búrum? (er búin að prófa auðveldustu leiðina en Hanna og Pasi eru hætt við að selja!)
Kallinn var orðinn eitthvað pirraður á einangrunarbúrinu við hliðina á "fótbolta"sjónvarpinu, spurði mig hvort ég gæti ekki fært þetta inn í saumaherbergi. Ég sagði að hann hefði þá ekkert um það að segja hvað ég fengi mér mörg búr og hann samþykkti það! svona yfirlýsingar eur náttúrulega undirritaðar, vottaðar og þinglýstar á punktinum!
Getur smíðað svona rekka eins og ég er með á svona 4-5þús per búr, 12þús hillurnar, 10-15þús dæla og 5-10þús pípulagnir.. Rúmir 500l af vatni á smá gólffleti
rekkinn sem við erum með er bara með 4heimasmíðuðum búrum og hillu úr húsasmiðjunni og svo lét ég beygja fyrir mig plasthúðað stál... lítur ágætlega út
Ég skellti mér bara á Byko hilur og styrkti þær.
Þegar ég bætti svo við búrum hinu megin í kompuna skellti ég álvinklum á veggin og plötu á milli. Kostaði klink.