Gryfjan 2008

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvernig gengur með frontósuseiðin?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Frontósuseiðin eru enn á kviðpokanum / hrognunm...og reyna synda um þannig...en allavega öll enn á lífi.
Ég er alltaf hrikalega skotinn í þessum frontosum....langar alltaf í stóra fiska.

Hér eru myndir af skölunum sem ég fékk áðan frá Agnesi...myndirnar tók hún sjálf fyrir skömmu og sendi mér...mjög flottir fiskar
Image
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fronturnar eru bara geggjað flottar.

Ég á nóg af körlum þegar þú gefst upp á diskusunum :lol:

Hraustlegir skalar sem þú hefur fengið, vonandi hrygna þeir fyrir þig.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

já markmiðið er að fá hrygningu frá þeim....

Hvað eru frontunar þínar stórar ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég á a.m.k. 2, ef ekki 3 karla sem eru 20-25 cm og svo einhverja yngri og minni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ásta wrote:Fronturnar eru bara geggjað flottar.

Ég á nóg af körlum þegar þú gefst upp á diskusunum :lol:

Hraustlegir skalar sem þú hefur fengið, vonandi hrygna þeir fyrir þig.
Skammastu þín Ásta :( Afhverju ætti hann að gefast upp á Diskunum :cry: Annars væri nú gaman að sjá mynd af þeim :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég sagði nú svona bara :)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

viewtopic.php?t=4996&start=0

Er búinn að vera með þá á öðrum þráð ... en ætla færa allt mitt í þennan þráð
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Skalarnir búnir að hrygna....ég er bara ekki frá því að þetta séu með flottari skölum sem að ég hef átt...og hef ég átt þá nokkra....
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Ekki gekk þessi hrygning upp...næst tek ég þá frá hrognunum...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Einhverntímann heyrði ég af sniðugri brellu með þessar hrygningar.
Þú ert með ryðfrítt járn eða stál eða eitthvað slétt sem hægt er að beygja. Verður að vera nógu breitt til að þeir geti hrygnt á það.
Þú beygir svo stykkið í S en hefur miðjuna frekar beina. Þetta fer svo í búrið, þ.e. hengir þetta að innaverðu.
Ef þeir hrygna á þetta getur þú svo snúið þessu við (hengt á hvolf) og þá snúa hrognin inn, í átt að glerinu og þá er ekki hægt að éta þau.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Er að bíða eftir annari hrygningu frá skölunum...fer vonandi að koma.
Bíð einnig enn eftir hrygningu hjá ancistrum.

Búinn að fá guppy og sverðdragaseiði á undanförnu.....

Búrin að detta í notkun hvert á fætur öðru.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Vá hvað það væri gaman að berja dýrðina eigin augum.

Video á netið kannski? ;)
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Kem með video einn daginn þegar búrin eru orðin full af lífi...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þar sem þú varst áður með svo mikið af sverðdrögum langar mig að spyrja hvort þú vitir hvort kerlur velji karla til mökunar ef fleiri en einn er í búrinu, velji þá þann með "stórasta" sverðið, bestu bygginguna o.s.fr?
Eða er þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Fyrstur kemur fyrstur fær.....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sé oft litlu karlana laumast til að "pindla" kerlurnar meðan hinir eru að atast í hver öðrum.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég sá það líka stundum niðrí bæ þegar ég var mikið á djamminu þar..... :roll:
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Fór í gryfjuna núna rétt áðan...og vit menn skalaparið að hrygna.
Gaman að fylgjast með þeim - kellan að hrygna og kallinn að frjógva.

Ætla taka þau frá hrognunum í kvöld - skella fungusmeðali í búrið og sjá hvað setur...
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Kominn með trio af endlers guppy....ætla sanka að mér guppum - hef hrikalega gaman af þeim....
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Loksins got hjá ancistrunum. Kellan er albino og kallin mix albino og brúnn að ég held. Ætti þá að fá slatta af albinó úr þessu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

úh, kúl.. Athyglisvert að sjá hvernig hlutföllin verða.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er bara allt að ske hjá þér núna.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Þetta er í rólegheitunum að detta í gang eins og ég vill hafa þetta....skiptir engu hvort ég sé með 100 eða 500 fiska þarna - næstum jafn mikil vinna...
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hellingur af ancisturm komnar á stjá....samt enn á kviðpokastigi...sýnist þær vera allar dökkar :-(

Tók myndir úr 325 l stofubúrinu...áðan
Image
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottir fiskarnir hjá þér og steinarnir eru sérkennilegir, hvar fékkstu þá?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Steinana fékk ég í Dýragarðinum...mjög flottir...
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Tók keistartetru kelluna frá kallinum áðan - ætla reyna aftur að fá undan þeim....
Fékk massa flottan kk hi-fin sverðdraga áðan til að rækta undan.

Hendi bara þessum upplýisngum hérna inn...nota þráðinn líka sem dagbókina mína í fiskastússinu :-) lærði það á sýnum tíma af Svavari :-) sem ég reyndar sakna af fiskaspjallinu og Trítluspjallinu...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef við póstum fleiri myndum af berum stelpum kæmi hann kannski oftar..... ef við settum ostamyndir væra hann hér örugglega alltaf!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hlutfallið í ancistrugotinu var 100% brúnar...þannig að karlinn er ekki hálfur albinó eins og ég hélt.
Post Reply