Ég er með 160L búr sem einmitt núna er með tveimur dvergsíkliðupörum og einum dvergkalli (á eftir að fá fyrir hann kellu, hin drapst) og 3 ancistrur. Ég var að spá hvað ég get sett með þeim til að búrið sé ekki lengur hálf tómt. Td var ég að spá hvort einhverjir barbar gangi með þeim?
Svo er ég að fara að setja upp lítið ca 50L búr. Ætla allavega að hafa í því KK bardagafisk, en hvað get ég haft með honum?
Barbar gætu stressað dvergana fullmikið (td. gullbarbar og rósabarbar eru þó nokkuð rólegir). Guramar eru sniðugir því þeir halda sig ofarlega í búrinu, rólegir gotfiskar eins og platy og smærri tetrur, td. Rummy nose.