Hér er ein tegund af gotfiskum sem mér finnst skemmtileg
Limia nigrofasciata
eigum til 3 pör í búðinni
kerling
karlinn
þegar karlinn verður 9-12 mánaða fær hann hnúð á hausinn og verður miklu hærri og flottur
Limia nigrofasciata
Limia nigrofasciata
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Limia nigrofasciata
Þetta eru flottir fiskar Guðmundur. Ég hef verið að dunda mér við að rækta þessa tegund sl. tvö ár. Þessi tegund virðist henta mjög vel okkar íslenska vatni. Þeim líður best í 27 til 28°c. Éta allt sem að kjafti kemur og narta í þörung að auki. Þeir eru sæmilega harðgerðir og gríðarlega fjörugir, sérstaklega "herramennirnir" Skemmtilegastir eru þeir í hópi. Úr fullvaxta hrygnum getur maður vænst að fá allt að 35 seyði sem eru töluvert stærri en sverðdragaraseyði við fæðingu og eru að auki miklu hraðvaxnari. Mínir hafa t.d. aldrei fengið artemiu en ná auðveldlega hámarksstærð þrátt fyrir það. Fullvaxnir karlar eru gríðarlega flottir og svolítið "öðruvísi" Þessir fiskar eru til víðar á höfuðborgarsvæðinu og eru skemmtileg viðbót við annars ágætis faunu gotfiska sem í boði eru þessa stundina. Eitthvað sem gotfiskaunnendur ættu að eiga syndandi í sínum búrum.