Fiskabúðarall
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiskabúðarall
Fyrir nokkrum dögum tók ég fiskabúðarall. Leit inn hjá þeim félögum í Dýragarðinum og verslaði sex stk. Botia striata. Skemmtilegir fiskar og fallegir og kostuðu rúmlega 600 kall, eitthvað sem flestir ættu að ráða við. Svo er þessi tegund einstaklega öflug við sniglaát. Það er alltaf gaman að koma í Dýragarðinn, kaffi á könnunni og "nice chat" Fiskarnir almennt í góðu standi og verðin þokkaleg. Fín búð. Síðan lá leiðin í Fiskó. Kaffi á könnunni ? ójá. Úrvalið flott og miklir ljúflingar við störf. Bætti þar við fjórum Botia macrachanta og tveimur albino slör ancistrus. Síðan lá leiðin í Fiskabúr.is. Þar var Vargurinn við vatnsskipti. Ágætis umræður, langaði ekki í kaffi, búinn að fá meira en nóg. Fiskar almennt í mjög góðu standi, keypti ekkert en lét mig langa í nokkrar tegundir. Mæti þangað fljótlega aftur og versla ef löngunin hefur ekki gengið yfir. Hafði reyndar kíkt í Dýraríkið nokkrum dögum fyrir rallið. Þarna vinna einstaklingar með reynslu. Ekkert kaffi að hafa, en yfirleitt gott viðmót. Verslaði þar villt par af Pelvicachromis sacrimontis. Þessir eru mjög líkir pulcher en miklu flottari, en því miður mjög sjaldgæfir. Kostuðu reyndar skildinginn, en löngunin var öllu öðru yfirsterkari. Var reyndar að fá útborgað. Verðin í Dýraríkinu hafa hin síðari ár oft verið sér kapítuli. Þau lækkuðu mjög dramatískt í kjölfar opnunar nýrrar verslunar í næstu götu. Skyldi vera samhengi þar á milli ?