Ég tek þá eftir að önnur kerlan er mjög barinn og hrognafull (feit), hin kerlan er í góðu lagi og karlinn er einstaklega litsterkur...
svo sá ég þetta í botninum þegar ég var búinn að veiða þau:

það voru svona 20stk á botninum, útí horni þar sem þau voru að halda sig.
þar sem ég hafði ekki tekið eftir þessu áður geri ég ráð fyrir að þetta séu hrogn sem önnur þeirra (sú óbarða) hefur haft í kjaftinum en misst vegna hræðslu...
Þau eru frekar stór en ég var að spá ef þetta er rétt hjá mér, hvort hægt sé að sjá hvort þau séu frjó og hvort það sé þá mikið mál að koma þeim upp í einhverju smábúri eða dollu.