Hrogn Malawi munnklekjara?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Hrogn Malawi munnklekjara?

Post by Andri Pogo »

Borleyi tríóið er búið að vera í sérbúri núna í mánuð en vegna flutninga var ég að tæma búrið þeirra og færði þau yfir í Ingu búr...
Ég tek þá eftir að önnur kerlan er mjög barinn og hrognafull (feit), hin kerlan er í góðu lagi og karlinn er einstaklega litsterkur...

svo sá ég þetta í botninum þegar ég var búinn að veiða þau:
Image

það voru svona 20stk á botninum, útí horni þar sem þau voru að halda sig.
þar sem ég hafði ekki tekið eftir þessu áður geri ég ráð fyrir að þetta séu hrogn sem önnur þeirra (sú óbarða) hefur haft í kjaftinum en misst vegna hræðslu...
Þau eru frekar stór en ég var að spá ef þetta er rétt hjá mér, hvort hægt sé að sjá hvort þau séu frjó og hvort það sé þá mikið mál að koma þeim upp í einhverju smábúri eða dollu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

mjög líklega egg. Ekki víst að þau séu frjó því venjulega eru þau frjóvguð í kjaftinum á kerlingunni. Sakar ekki að prófa samt, setja loftstein við þau.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok ég prófa að soga þau upp og setja í 10l dollu með loftstein.. það tók þau seinast 4vikur ca frá hrygningu til tilbúinna seiða en hvernær gæti ég búist við að sjá seiðin "myndast"?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Augun byrja að sjást eftir nokkra daga.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

endilega leyfa okkur að fylgjast með :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Væri sniðugra að setja þau í Egg tumbler

http://www.youtube.com/watch?v=agPCeIVBs6A
http://www.youtube.com/watch?v=RcbC5Gtt ... re=related

"Don't know what this is, it was also in the box of junk i bought" Hver kaupir kassa af rusli :lol:
Last edited by Squinchy on 21 Nov 2008, 23:41, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mér líst betur á þennan
http://www.youtube.com/watch?v=OTyj-pGVUlY
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

magnað, ég prófa e.t.v. að föndra svona
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mér finnst þetta hrikalega sniðugt! ef fiðrildasíkliðurnar mínar hrygna þá veit ég hvernig er hægt að klekja út!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta hentar ekki fyrir nema munnklekjara og aðra fiska með stór hrogn (t.d. ankistrur)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ok! :roll:(silly me!)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Væri sniðugt að vera með svona með smá plássi og jafnvel leið til þess að setja fóður í þetta þegar maturinn úr egginu er búinn
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þegar kviðpokinn er búinn þá eiga seiðin ekki að vera lengur í þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég set bara hrognin á einhvern stað þannig að þau velti ekki í burtu og loftstein fyrir ofan það þarf ekki neitt flóknara annars er líka einfalt að setja þau í litla utanáliggjandi fossdælu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það virðist ekkert ætla að verða úr þessu, þau eru flest farin að falla saman/verða að einhverri klessu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image
-Andri
695-4495

Image
Post Reply