Ég ætlaði að smíða mér stand undir 390l búr sem mér áskornaðist fyrir tilviljun. Fór að pæla mikið í þessu hvernig maður ætti að gera þetta og svona, svo datt mér í hug að félagi minn er húsgagna smiður svo ég fékk hann til að gera þetta fyrir mig og hér er útkoman.
Kem svo með fleiri myndir þegar búrið er komið upp og í gang
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Flott, það væri gaman að fá myndir af smíðinni ef þær eru til og hvaða efni er í þessu.
...þú hefur nú verið búinn að fá þér aðeins þegar þú settir höldurnar á.
Vargur wrote:Flott, það væri gaman að fá myndir af smíðinni ef þær eru til og hvaða efni er í þessu.
...þú hefur nú verið búinn að fá þér aðeins þegar þú settir höldurnar á.
Skil ekki alveg afhverju þú segir það, því höldurnar eru að sjá
allar jafn langt frá brún. Snýst sennilega um neðri höldurnar þessi
athugasemd... Geri ráð fyrir að þær séu bara útlit, enda sagði hann að
þetta hafi verið smíðað fyrir hann.
Brynja wrote:flottur skápur en mér finnst neðri höldurnar alveg skemma. skil líka ekki tilganginn með þeim.
Nú til að opna með tánnum
Rétt!
Annars var þetta smíðað fyrir mig og hann klikkaði eithvað á þessu og gerði fyrst tvær hægri hurðar og ákvað að laga þetta svona.
Mér finnst þetta persónulega gefa honum spes svip á góðan hátt.
Það eru engar myndir af smíðinni held ég skal samt spyrja að því. Skápurinn er allur smíðaður úr 25mm mdf (þ.e.a.s toppur, botn, bak, hliðar og stoð í miðjunni) nema hurðarnar þær eru úr 16mm mdf sem er allt lakkað hvítt og hann er allur settur saman með svona IKEA style festingum þannig það sést enginn skrúfa utan á skápnum
Svo þarf ég að klára að taka gamla kíttið úr hinu búrinu og kítta upp á nýtt svo það sé snyrtilegra og mála ramman á því hvítan og finna sand í það sem convictinn á ekki jafn auðvelt með að grafa niður í botn í
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Það væri mjög gaman að fá að sjá myndir innan úr skápnum. og e.t.v. eitthvað leyout af smíðinni, ef það er til.
Er að undirbúa að smíða skáp undir áætlað búr sem verður um 190cm*60cm að grunnfleti og væri því gaman að sjá hvernig smíðin á þessum var.
Hvaða stærð af spýtum voru notaðar í grunninn? Hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og geri ráð fyrir að ég þurfi að nota 50*200mm burðarvið í grunninn og undir búrið sjálft.
...sh*t, sá ekki alveg hvað þetta er gamall þráður, sorry.
Skápurinn er allur smíðaur úr 25mm MDF hliðarnar og bakið liggja ofan á botn plötunni og top platan liggur ofan á þannig þunginn hvílir ekki á neinum festingum. Að öðru leyti er hann settur saman með ikea style fesingum
ég skal svo koma með mynd innan úr honum bráðlega hann er frekar pakkaður svo ég nenni ekki að fara í það núna
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
þetta er ballest með fattningum og tilheyrandi, öllu nema peru.
Annars geturðu náttúrulega líka athugað þetta hjá flúrlömpum, fá elektrónískan ballast og víra þetta sjálfur. Það getur komið vel út. Ég gerði það allavega fyrir búrið hjá mér, fékk reyndar ballestinn að utan (áður en krónan dó)