ég vil fá að vita allt um tetur :)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
birtahrund
Posts: 5
Joined: 26 Nov 2008, 17:20

ég vil fá að vita allt um tetur :)

Post by birtahrund »

ég er að spá í að fá mér fiska (tetrur) en veit ekkert mikið um þær, hversu stórt búr þarf maður, geta allar tetru-tegundir verið saman, hvaða fiskar geta verið með þeim í búri osfr. ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Úff það er ekki beðið um lítið, tetrur eru ansi margar og misjafnar.
Þessar algengustu eina og td Neon tetrur, svarttetrur og sambærilegar geta yfirleitt verið saman og þurfa 60 lítra búr eða stærra.
Tetrur eru oftast friðsamar og ganga með flestum hefðbundnum fiskum en sumar tegundir ráðast á hægfara fiska og fiska með mikið slör.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

aðeins of stór spurning
hér eru myndir af nokkrum tegundum
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... etra_2.htm

hvað færðu stórt búr ?
þegar búrið er komið þá er hægt að skoða hvað kemur til greina
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
birtahrund
Posts: 5
Joined: 26 Nov 2008, 17:20

Post by birtahrund »

ég vil helst frekar lítið búr, svona 60-80 l , hef ekkert svaka mikið pláss fyrir fiskana..

Var að spá hvort byrjendur gætu alveg verið með sverðdraga og gubbya eða hvort þeir eru of erfiðir að sjá um. Líka hvort þessar tegundir geti verið með tetrur í búri.
Ég hef samt verið að heyra að sverðdragar séu frekar árasargjarnir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sverðdragarar og guppy eiga að henta byrjendum ef fólk fer eftir helstu atriðum varðanbdi umhirðu. Báðar tegundir geta verið með sumum týpum af tetrum en tetrur eru ansi stór hópur af fiskum og týpurnar misjafnar.
Sverðdragarar geta verið árásargjarnir, sérstaklega karlarnir á hvorn annan.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

pirana-fiskar eru t.d. tetrur og þeir ganga ekki með gubby og sverðdrögum ;)
jæajæa
Post Reply