Dauðir fiskar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Dauðir fiskar

Post by Rut »

OK. Sannleikurinn um búrið mitt:
100L búr, plöntur, fiskar (skallar, tetrur, dvergsíkliður, gúrami), 2 perur sem fylgdu með búrinu, ljósatími frekar óreglulegur þ.e.a.s. stundum meira en 10 tímar stundum minna, ég skipti út 30% vatns í hverri viku, hefur aldrei mælst nítrat eða nítrit man ekki hvort prófið mitt mælir, nota engin hreinsiefni nálægt búrinu, set alltaf soldið hitaveituvatn í búrið í vatnsskiptum í staðinn fyrir að hita kalt vatn-er það slæmt?, hitastigið er 25°C stöðugt, frekar mikið af þörungi á glerinu og á plöntum, bæði grænn og brúnn.
3 fiskar búnir að drepast á stuttum tíma og ég sé ekki hvað getur verið í gangi. Engir blettir á þeim eða neitt.
Einn dverggúrami fékk bumbu, hætti að éta, varð fölur og drapst.
Botnfiskur, pleggi held ég, bara einfaldlega drapst. Veit reyndar ekkert hvað hann var gamall þar sem ég veit ekki hverjir fyrri eigendur voru.
Dvergsíkliða, var með 2 fiðrildasíkliður, held að báðir hafi verið karlar, annar drapst í nótt. Var búinn að vera litlaus og halda sig til hlés í nokkra daga, fór svo að halla á hlið og veslast upp í gærkvöldi og tók svona "spretti" af og til þar sem hann synti á glerið, á steina og í hringi og var voða furðulegur. Hin dvergsíkliðan var eitthvað að kroppa í hann.

Hinir fiskarnir virðast bara eðlilegir, einn skallanna er með örlítið tættan sporð en varla til að nefna, hann er soldið "slæðóttur" þannig að ég kenni kroppi annarra fiska um tætinginn á honum.

Hvað er að gerast, getur verið eitthvað sníkjudýr eða veiki í búrinu þó svo ekkert sjáist á fiskunum? Haldiði að vatnsgæðin séu slöpp, tilviljun að margir drepist eða hvað?
Allar tillögur vel þegnar takk.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Umhirðan hljómar öll eins og hún á að vera.
Í fljótu bragði dettur mér í hug að nitratið sé eitthvað að toppa hjá þér, það vill stundum gerast hjá fólki sem skiptir alltaf um svipað magn af vatni. Ég er persónulega mikið fyrir að skipta út 90% af vatninu á 3-6 mánaða fresti til að koma í veg fyrir uppsöfnun á nitrati.

Þetta getur einnig vel verið eitthvað annað en ef fiskarnir sýna engin einkenni er erfitt að seiga, ég held að fyrsta skrefið sé að mæla vatnið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm, gott að vita hvort þú ert að mæla nítrat eða nítrít til að byrja með :)

Stór munur þar á :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ég ætla aðeins að hugsa upphátt . :) og spá í vatnsgæðin.

. vinsamlega svara þeim spurningum sem ég er að velta fyrir mér. .

ég er sammála vargi um að þessi umhirða er gott mál en vantar pínu meiri uppl.

hvað er búrið búið að vera lengi í gangi ?

þar sem nitrit mælist ekki hjá þér (nitrat mælist alltaf í sækluðu búri )þá er spurning hvort að búrið sé búið að sækla sig ? þörungavöxturinn gæti skýrst vegna mikils fosfats í kranavatni sem og eða offóðrunar .

það sem mér dettur í hug ef búrið er ungt er að það sé ekki komin nægileg bakteríu flóra í gang og það sé ammo sprengja í búrinu ? þrátt fyrir vatnaskipti ..

en ef búrið er búið að vera í notkun í einhverjar vikur eða mánuði þá ætti það ekki að vera vandamál nema þú sért of dugleg að þrífa hreinsidælurnar ? hvernig þrífur þú þær og hversu oft ?

svo gæti þetta lika verið einhver innvortisbakteríusýking einsog dropsy td. er hreistrið upphleypt á bólgnu fiskunum?
væri betra að sjá myndir af fiskunum sem eru að deyja ... ..

hvað ertu með marga fiska í búrinu ,allir fullvaxnir ? og hversu oft gefur þú þeim og hvað mikið þá í einu ? ná þeir að klára allan matinn á ca 3 mín. ?

endilega mældu vatnið hjá þér ammo og no2 og no3 þú ættir að geta farið með smá slurk í næstu gæludýraverslun og beðið það ágætisfólk sem þar starfar um að taka eitt test eða svo .. ... mátt láta okkur vita.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Þetta eina test sem ég á mælir nitrit, og mælist ekkert, en mér finnst það nú frekar ónákvæmt test, að fara eftir því hvernig lausnin verður á litinn?

Hrappur:
*Búrið er búið að vera í gangi síðan í nóvember '06.
*Ég hef þrifið dæluna (sem er rena xp 1) tvisvar sinnum, skola þá svampana með kranavatni og skola innan úr henni, bursta reyndar ekkert innan úr dælunni, nota bara hendurnar.
*1 dverggúrami fullvaxta og 6 kardinála tetrur. 3 ófullvaxta skallar. 1 Fiðrildasíkliða. 3 ancistrur búa í búrinu. Yfirleitt reyni ég að gefa þeim smáskammta í einu og gefa þangað til þeir klára hægar, ná alltaf að klára á innan við 2 mín. Gef tvisvar á dag. EN upp á síðkastið hef ég meira svona fleygt einhverju magni af mat ofan í einu sinni á dag og svo hypjað mig því ég hef verið óþægilega upptekin síðustu vikur. Líklega hefur þá sest soldið af mat niður. Ætti kannski að gefa minna, finnst líka eins og mölin sé eitthvað svo drullug, ekki matur heldur skítur, þyrlast upp þegar ég tek upp plöntur og svona. Hef aldrei hreinsað mölina, er það ráðlagt og þá hvernig?
*Hreystrið var upphleypt á gúramanum sem drapst, fatta það svona þegar þú spyrð. En hinir voru ekki þannig.

Ekkert að sjá á neinum fisk eins og er. Tek myndir ef það breytist.
Er að spá í að taka soldið vel af vatninu núna og skipta út eins og vargur benti á. Sjá svo hvað verður og fara með vatn í mælingu í vikunni. Þetta er óþolandi, þegar þeir drepast þá mér finnst svona eins og...ég sé að tapa! Skrítin tilfinning heh :oops:

Takk fyrir svörin, gott að fá aðstoð!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fyrst að ekkert nitrIt mælist er búrið fullcyklað, ef þú gefur of mikið og einhver drulla er í botninum þá er nitrAt sennilega málið, það losar þú með vatnskiptum og er ekki ósennilegt að þú skiptir ekki út nóg af vatni en sennilegast er málið óétið fóður og drulla í botninum, þú ættir að ná þér í malar ryksuku og nota til að hreinsa botninn í vatnsskiptum.

Í næstu ferð í búð ættir þú að kaupa nitrAt test til að hjálpa þér að fylgjast með hvort nitrAtið sé að safnast upp.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

OK takk fyrir!
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ok. ef fleiri drepast með þessum hætti og hreistrið verður upphleypt þá er einhver bakteríusýking í gangi , (sem getur blossað upp þegar of miklar breytingar verða á vatnskilyrðum td. þegar of mikið vatn er tekið úr búrinu í einu)..

langar að biðja þig um að þegar þú þrífur dæluna að notast frekar við vatn úr búrinu sjálfu en kranavatn þar sem þá drepast allar góðu bakteríurnar .. það er bara of hreint og yfirleitt annað hitastig en þær þola.. og ryksugaðu svo botninn , hætta á nitrat bombu þegar allt draslið rotnar :)
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Eftir verkefnaskil þá fót ég beint í að redda búrinu, sem betur fer létu meðleigjendur mínir það ekki trufla sig að ég væri að sulla og berandi vatnsfötur fram og til baka kl 1 að nóttu :)
Ég hafði náð mér í svona sandhreinsiunit og skipti út 60% af vatninu og hreinsaði drullu. Endurtók daginn eftir.
Notaði tækifærið og tók til og breytti, var orðið ansi fullt af misfrísklegum plöntum og ég lét stóran hluta þeirra gossa í tunnuna.
Er nokkuð ánægð með þetta núna, lítur ágætlega út, frekar tómlegt en ég bæti úr því þegar þetta er orðið stabílt og fínt aftur. Mig langar svo í einhvern gorgeous botnfisk!

Image

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tók mér það bessaleyfi að laga myndirnar svo þær komi upp hjá þér :)


Búrið lítur vel út, vonandi að þetta lagist hjá þér. Það er einmitt gott að þú hafir tekið dauðu/rotnandi plönturnar, þær skapa líka úrgang þegar þær rotna rétt eins og matur og annað dótarí.


P.s.
Gorgeous botnfiskur, Hypancistrus Zebra
Image
Verst að þeir kosta "pínu" mikið
Last edited by keli on 12 Apr 2007, 23:11, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Hahaha ok takk fyrir, hvernig fórstu að því. Mætti líka eyða þessu aukapósti...

:D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Galdrar!

Notaðu bara www.fishfiles.net næst ... MIIIKLU betra :klappa:

(ok kannski ekki betra... en ekki neitt mikið verra! :P)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Vá já, þessi ER gorgeous
Post Reply