Sverðdragarar
Sverðdragarar
Það er eitthvað dauft yfir gotfiskadálkinum þessa dagana og þess vegna ekki úr vegi að gera einhverja bragarbót. Margir eru með gotfiska og eru að laumast til að rækta t.d. gubby en halda að það sé hallærislegt, sem í raun er ekki. "Úr skápnum með ykkur" Þetta er toppurinn. Ég rakst á fróðlega grein á netinu um vöxt og kynþroska sverðdragara. Við vitum öll að gott start með artemíu hefur mikil og góð áhrif fyrstu vikurnar. Seyðin stækka hraðar o.s.frv. Hængar sverðdragara (X. helleri) verða stundum kynþroska mjög ungir og smáir. Þetta veldur því að þeir stækka nánast ekkert eftir það. Aðrir eru seinþroska og ná hámarksstærð ef réttar aðstæður eru fyrir hendi. Þar vegur búrstærðin mikið, þokaleg fóðrun og umhverfi sem er ekki mjög fjandsamlegt. Í þessari fyrrnefndu grein kom fram að stór sverðdragarahængur sem er hafður með ungahópi getur haft mikil áhrif varðandi kynþroska seyðanna. Ungir hængar urðu seinna kynþroska, sem seinkar því að þeir verði keppinautar stóra hængsins. Hrygnurnar urðu fyrr kynþroska en ella, ástæðan líklegast sú að stór og öflugur hængur hefur alla burði til þess að ala af sér stóra og öfluga einstaklinga. Genin eru til staðar. Þess vegna flýta hrygnurnar kynþroska sínum til þess að nýta sér "guttann".
Já fyndið hvað menn halda oft að þessi gotfiskaræktun sé einhver skömm, stundum hittir maður menn sem hamast í gotfiskarækt en hálffela það fyrir manni líkt og einhverja brenglaða kynhneigð, verðast svo allir upp þegar þeir komast að því að maður er sjálfur gotfiskaáhugamaður og þá skellur á manni flóðbylgja af umræðum.
Ég hef orðið var að þessi gotfiskaskrif okkar hér hafa elft áhuga á þessum fiskum, í búðina hafa streymt inn menn og keypt guppy og sverðdragara til að fara að leika sér í ræktun, harðir sikliðunagnar og stórfiskaeigendur koma og fjáfesta í gubbytríói og allt er þetta vegna þessara litlu skrifa okkar hér.
Þið Bruni og forsetri þurfið bara að vera öflugir við að henda inn fræðslu, myndum og öðru sem vekur áhuga og flýtir fyrir þroska fiskamanna svo þeir þroskist fyrr upp í gotfiskana.
Ég hef orðið var að þessi gotfiskaskrif okkar hér hafa elft áhuga á þessum fiskum, í búðina hafa streymt inn menn og keypt guppy og sverðdragara til að fara að leika sér í ræktun, harðir sikliðunagnar og stórfiskaeigendur koma og fjáfesta í gubbytríói og allt er þetta vegna þessara litlu skrifa okkar hér.
Þið Bruni og forsetri þurfið bara að vera öflugir við að henda inn fræðslu, myndum og öðru sem vekur áhuga og flýtir fyrir þroska fiskamanna svo þeir þroskist fyrr upp í gotfiskana.
sverðdragarar ofl.
Sæll Vargur. Þetta er hverju orði sannara. Mér finnst líklegt að við munum spýta í lófana og senda frá okkur gullkorn fljótlega. Að vísu finn ég ekki myndavélina þessa dagana, var reyndar aldrei sérstaklega ánægður með hana, sveik fókusinn sérstaklega þegar kappinn var að mynda fiska. Ef hún er týnd verður maður ekki að splæsa í eina nýja. Hvað skyldi vera hentugasta vélin til þess arna ? Pentax, Nikon eða Canon ?
Ég kann best við canon, en í rauninni skiptir það ekki öllu máli heldur er það linsan sem maður notar... ~100mm og með stórt ljósop.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sverðdragarar vs. myndavélar
Takk fyrir drengir, þetta fer í nefnd.
30D kemur ekkert til með að endast neitt lengur en 400D - Hún fer aðeins betur í hendi en aðrir fídusar skipta *engu* máli fyrir fólk sem er að byrja í ljósmyndun. Og það er hægt að redda þessu með stærðina með að fá sér batterygrip á 400d.
Það munar engu í megapixlum, hún fer 1 stoppi hærra í iso, með 1 stoppi hraðari shutter (sem maður þarf ekki nema maður eigi F/1.2 linsu liggur við), hún er með fleiri fókuspunkta en 350d, en jafn marga og 400d og svo er autofocus dæmið aðeins betra en í 350d. Svo getur 30d tekið 3myndir á sek miðað við 2.5 á 350 og 400d. Eftir að 400d kom, þá er einfaldlega ekki nægur munur til að splæsa í 30d... Finnst mér
Canon þurfa að fara að koma með 40d á næsta árinu eða svo og gera þessa semi-pro línu aðeins girnilegri
Það munar engu í megapixlum, hún fer 1 stoppi hærra í iso, með 1 stoppi hraðari shutter (sem maður þarf ekki nema maður eigi F/1.2 linsu liggur við), hún er með fleiri fókuspunkta en 350d, en jafn marga og 400d og svo er autofocus dæmið aðeins betra en í 350d. Svo getur 30d tekið 3myndir á sek miðað við 2.5 á 350 og 400d. Eftir að 400d kom, þá er einfaldlega ekki nægur munur til að splæsa í 30d... Finnst mér
Canon þurfa að fara að koma með 40d á næsta árinu eða svo og gera þessa semi-pro línu aðeins girnilegri
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Já, skiptir kannski engu máli fyrir þá sem eru alveg að byrja en þegar hann er búinn að fikta sig aðeins áfram er skemmtilegra að eiga 30D, en það er auðvitað bara spurning um hvort maður tími því. Þetta auka stopp í shutter hefur líka skipt máli fyrir mig í F/1.8.
En eins og þú segir; ekki nægur munur til að splæsa í 30D. Sem þýðir þá væntanlega að hún sé betri. Ég skipti upp úr 350D í 30D fyrir einhverjum mánuðum síðan og ég hef prófað að skjóta úr 350D síðan þá og ég get ekki hugsað mér að vera með svona litla myndavél núna.
Betra að vera með semi-pro myndavél heldur en dótamyndavél.
En eins og þú segir; ekki nægur munur til að splæsa í 30D. Sem þýðir þá væntanlega að hún sé betri. Ég skipti upp úr 350D í 30D fyrir einhverjum mánuðum síðan og ég hef prófað að skjóta úr 350D síðan þá og ég get ekki hugsað mér að vera með svona litla myndavél núna.
Betra að vera með semi-pro myndavél heldur en dótamyndavél.
Ég held að 350/400d teljist seint dótamyndavél.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það er nú gaman að horfa á þetta rifrildi hvaða vél sé best
ég vill halda því fram að myndirnar segi allt sem segja þarf og ég hef séð ljótar myndir úr flottri vél og svo öfugt
endilega setja inn einhverjar myndir sem sína og sanna yfirburði ykkar véla
ég vill halda því fram að myndirnar segi allt sem segja þarf og ég hef séð ljótar myndir úr flottri vél og svo öfugt
endilega setja inn einhverjar myndir sem sína og sanna yfirburði ykkar véla
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Skondin umræða.
Ég held að málið sé fyrir þann sem hefur í huga að kaupa svona vél, hvort sem er notaða eða nýja sé að bera saman vélarnar þe verð og hversu vel viðkomdi líkar að höndla þær, ég held að allir séu sammála um að góðar myndir séu möguleiki með allar þessar vélar og fyrir leikmann er verðið kannski aðalmálið. Persónulega fannst mér of stórt bil á milli 400D og 30D, of lítið milli 350D og 400D en væntanlega hefðu allar vélarnar gert nokkurn vegin það sama fyrir mig. Ég hef séð frábærar myndir úr öllum þessum vélum.
Ég vil bara fara að sjá fleiri myndir frá ykkur myndavélasnillingunum.
Ég held að málið sé fyrir þann sem hefur í huga að kaupa svona vél, hvort sem er notaða eða nýja sé að bera saman vélarnar þe verð og hversu vel viðkomdi líkar að höndla þær, ég held að allir séu sammála um að góðar myndir séu möguleiki með allar þessar vélar og fyrir leikmann er verðið kannski aðalmálið. Persónulega fannst mér of stórt bil á milli 400D og 30D, of lítið milli 350D og 400D en væntanlega hefðu allar vélarnar gert nokkurn vegin það sama fyrir mig. Ég hef séð frábærar myndir úr öllum þessum vélum.
Ég vil bara fara að sjá fleiri myndir frá ykkur myndavélasnillingunum.