Í dag fórum ég og kærastinn og keyptum okkur 3 guppyfiska, einn (kk) fallega dökkan og bláan með örlitlu grænu í slörinu og tvær kerlingar, önnur með smá rauðgulu snakeskin og hin með sama lit og karlinn, svona metallic bláan í sporðinum.. Auk fiskanna keyptum við einn eplasnigil sem heitir Garðar (hehe). Fiskarnir fengu lítið bráðabirgða kúlu sem er ca 24 cm í þvermál og 22 í hæð.
Ég átti síðast fiska þegar ég var 11 ára (er 17 ára núna) og man bara ekkert hvernig þessi kvikindi virka, þannig að ef einhver getur gefið mér góð ráð væri það æðislegt.
Kallinn liggur svolítið mikið botninn og hreyfir sporðinn rosalega mikið en fer ekkert áfram, er það alveg eðlilegt eða?
Hef heyrt að maður sjái á kellunum að þær eigi von á seiðum þegar þær hafa dökkan blett við "rassinn" og mínar báðar eru þannig.. Þarf ég að pæla í því strax eða sést það á þeim þegar þær eru við það að gjóta (segir maður það?)?
Bara öll ráð sem þið getið gefið varðandi búrhreinsun, matargjöf og allt væri frábært..
Líka, ég ætla ekki að halda seiðunum, nema að það komi eitthvað afbragðsfallegt úr þeim.. Þannig að innan nokkurra mánuða ætti ég að hafa ágætt framboð af seiðum ef einhver hefur áhuga
Er að pæla í að reyna að fikkta eitthvað við ræktun á guppyunum þegar fjármunir leyfa fleiri og stærri búr
Kveðja,
Kanínan (Aka. Gunnsa)
Lítið Guppybúr
Velkominn á spjallið og aftur í fiskana.
Ég vona að þetta sé bara byrjunin hjá ykkur og stærra og/eða fleiri búr sú á döfinni.
Kúlur þykja yfirleitt ekkert sérstakur húsakostur fyrir fiska þó nokkrir guppyfiskar geti sennilega átt ágætt líf í kúlu. Passaðu bara að fóðra hóflega og passa upp á vatsgæðin, loftdæla er einnig góður kostur.
Það að karlinn liggi bara á botninum hljómar ekki vel en ómögulegt að vita með fullri vissu hvað er angra hann, það getur þó bara verið stress í kjölfar flutninga.
Ég vona að þetta sé bara byrjunin hjá ykkur og stærra og/eða fleiri búr sú á döfinni.
Kúlur þykja yfirleitt ekkert sérstakur húsakostur fyrir fiska þó nokkrir guppyfiskar geti sennilega átt ágætt líf í kúlu. Passaðu bara að fóðra hóflega og passa upp á vatsgæðin, loftdæla er einnig góður kostur.
Það að karlinn liggi bara á botninum hljómar ekki vel en ómögulegt að vita með fullri vissu hvað er angra hann, það getur þó bara verið stress í kjölfar flutninga.
Þetta er ansi lítið búr fyrir gúbbana... Mæli með því að fara t.d. bara í rúmfatalagerinn með 2500kr og kaupa 25l búr þar. Það fylgir allt með því (háfur, loftdæla og einfaldur filter) og er miklu betra fyrir fiskana... Kostar líka lítið!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
hmm
Kallinn er farinn að hreyfa sig meira núna og er ekki hangandi við botninn, en það virðst vera hálfgerð áreynsla fyrir hann stundum að hreyfa sig..
Ég kannast ekki við að hafa séð þessi búr í rúmfatalagernum, viss um að þau séu þaðan (ég athugaði leit á síðunni þeirra)
En kúlan er bara bráðabirgða Og svo líklega seiðastöð þegar ég verð komin í stærra búr
Ég kannast ekki við að hafa séð þessi búr í rúmfatalagernum, viss um að þau séu þaðan (ég athugaði leit á síðunni þeirra)
En kúlan er bara bráðabirgða Og svo líklega seiðastöð þegar ég verð komin í stærra búr
Re: hmm
Já, þetta er til í smáratorginu allavega.kanina_90 wrote:Ég kannast ekki við að hafa séð þessi búr í rúmfatalagernum, viss um að þau séu þaðan (ég athugaði leit á síðunni þeirra)
En kúlan er bara bráðabirgða Og svo líklega seiðastöð þegar ég verð komin í stærra búr
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Held að það sé ekki lok og ljós. Þetta er ekki stórt, uþb 25cm hátt og breitt og eitthvað 30-40cm langt ef ég á að giska á það
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Iss taka þetta bara grand og fá sér eitt 54L með loki, ljósi, hitara og vassdælu á 13þús
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Dýragarðurinn er með 54l búr með loki, dælu og öllu sem maður þarf á 10þús...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net