Java mosi og fiskar...???Edit önnur spurning!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Java mosi og fiskar...???Edit önnur spurning!

Post by Bob »

jæja. Hvernig virkar þetta með þennan java mosa? Við fórum niðrí dýragarðinn í dag og keyptum rót og java mosa ásamt fleyru.. Fórum svo heim og endurhönnuðum búrið okkar aðeins. settum javar mosann utaná rótina með svörtum tvinna og allt í góðu. Nema hvað...
stærsti skallinn og black ghostinn eru a fullu að borða mosann.. 4Eða allavega narta og tæta í hann. er það alveg normal?

Við héldum að java mosi væri einhvað sem gengi með öllu.. er það einhver vitleysa?

Áður en við breyttum búrinu vorum við með e-h plöntu sem var sona í mýkri kantinum og hún var öll étin. búið að bíta fult af blöðum af. öll götótt og tætt og búið að ná að grafa ræturnar upp á stöðum.. grunur leikur á að ghostinn hafi verið einhvað að stríða okkur þar...

Einnig. Þarf javar mosi mikla lýsingu eða er nokkra klst lýsing með 1 peru í 54l búri alveg nóg?
Eigum nefnilega í smá veseni að strýða með lýsinguna vegna þess að black ghostinn þolir illa svona mikið ljós.. reynum að hafa þetta sanngjarnt fyrir alla.. sona á meðan maður leitar að nýrri peru eða betra búri..

Allar upplýsingar vel þegnar. erum við að gera einhvað vitlaust? :)

Með fyrirframm þökk
:D

EDIT:

Áhvað að posta annari spurningu hérna í stað fyrir að búa til annan þráð

Ég er með rót í búrinu mínu sem ég fékk hjá Dýragarðinum. Ég vafði java mosa utan um rótina og setti hana í búrið. allt í lagi með það nema 2 dögum seinna tók ég eftir einvherjum hvítum "hárum" á rótinni ofarlega (nálægt vatnsyfirborðinu). hélt þetta væri ekkert spes en núna nokkrum dögum seinna þá er þetta hvíta dót greynilega að stækka og komið á öðrum stað.

Einhverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið?
á ég að leyfa þessu að vera eða rífa þetta af rótini?
Last edited by Bob on 14 Dec 2008, 18:50, edited 1 time in total.
Ekkert - retired
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

black ghostinn þolir alveg að hafa kveikt, þeir fara venjulega af stað á nóttinni. Gott að hafa einhvern felustað fyrir hann á daginn. Gott að henda smá rækjubita í búrið fyrir hann þegar ljósin eru slökkt. Gefuru fiskunum sem þú ert með nóg grænfóður? ef þeir fá ekki nóg grænfóður þá gætu þeir byrjað að narta í plöntur til að fá þau næringarefni sem þeim vantar. Java mosi er ekki krefjandi planta. Þurfa ekki mikið ljós til að þrífast.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég er nú bara með sona venjulegar þurrflögur sem ég fékk hjá fiskó með fiskunum. marglitar flögur. þeir borða allir nóg.

ég verð þá að fara og kaupa grænfóður til að blanda við flögurnar.

en er jafn gott að gefa ghostinum rækjur í stað t.d. blóðorma?

og minn ghost er ekkert rosalega hrifinn af ljósinu. hann heldur sig oftast í felum allan tíman sem ljósið er kveikt. en um leið og það er slökt þá þýtur hann um allt! :D .. og hann er með feikinóg af felustöðum eftir að við breyttum búrinu í dag. var venjulega bara með 1 hauskúpu sem hann átti ásamt BoB, "ryksugunni" okkar. en núna er ghostinn með holann part af rótini, stóran stein sem býr til hálfgerðan helli undir rótina og kúpuna og fynnur fleyri staði :)
Ekkert - retired
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gott að gefa fjölbreytt fóður. Gef mínum venjulega rækjur en fær öðruhverju blóðorma.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Takk fyrir upplýsingarnar Lindered. Þeir virðast núna vera hættir að narta í mosann. hefur bara verið það að þetta var einhvað nýtt.

EN komin ný spurning í efsta póstinn. endilega svarið ef einhverjar upplýsingar eru í boði :)

Takk fyrir
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fungus.
Sennilega er enn talsvert líf í rótinni.
Ef þetta er bara smotterí þá hverfur þetta væntanlega á nokkrum dögum og við vatnsskipti.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

amm þeir sögðu mér að þessi rót hafi verið í búri áður og búið að "undirbúa" hana. s.s. sjóða og einhvða álíka. þannig að ég mátti bara setja hana strax í búrið. skolaði samt af henni fyrst...

er svona fungus slæmur?

og já. hvað má setja svona hvítbletaveikislyf oft útí búrið?

setti lyfið í á mánudag síðasta. svo í gær tók ég og skipti út 40% af vatninu og bætti í aftur. samt virðist eins og eftir að nýju fiskarnir komu í að þetta hafi sprottið upp aftur og nú bara á 2/3 skala fiskunum...
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Leiðbeiningarnar ættu að fylgja með lyfinu.
Post Reply