Silver Arowana í búrið?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Silver Arowana í búrið?

Post by Mermaid »

Okkur dauðlangar í arowana í 325l búrið okkar en við vildum fá smá "expert" opinion frá þeim sem þekka til, eiga eða hafa átt þennann fisk.

Við erum með einn Clown knife c.a 17cm og tvo óskara c.a 14cm og eina reiða demantsíkliðu en arowanan sem við erum að spá í er c.a 17cm
(hún er í Fiskó).

Ættu þessir fiskar ekki allveg að geta verið vinir ?
There is something fishy going on!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

í nógu stóru búri gæti það alveg gengið.
-Andri
695-4495

Image
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

Andri Pogo wrote:í nógu stóru búri gæti það alveg gengið.
við erum með 325l búr, þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af óskurunum? annars hafa þeir svo sem ekkert verið með neitt sérstakt bögg þannig bara frekar rólegir
There is something fishy going on!
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

við urðum reyndar fyrst veik fyrir þessum fisk eins og kanski margir aðrir hérna þegar ég sá Arowönun þín á spjallinu hérna Andri
There is something fishy going on!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jú ég er ekki mikill óskaramaður en ég hefði haldið að þeir yrðu full miklir hlunkar fyrir 325L búr, amk ef fleiri stórir fiskar eru þar.
En Arowanan verður pottþétt of stór fyrir búrið (að mínu mati amk)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er of lítið búr fyrir arowönu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tek undir það að 325 svona rétt dugar fyrir tvo óskara, sérstaklega þegar þeir stækka og ef þetta er par þá getur oft orðið mikill hamagangur þegar parið fer að nálgast hringingu

Það eru ófáir lítrar sem ég hef þurft að þurrka upp eftir mitt par (Er reyndar ekki með lok á mínu búri þannig að það er greið leit til að skvetta :P)

Að mínu mati er þetta búr allt of lítið búr til frambúðar fyrir Arow, mæli með búri sem er með 60cm x 200+cm eða 70cm x 200+cm í botnflöt
Kv. Jökull
Dyralif.is
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

Andri Pogo wrote:jú ég er ekki mikill óskaramaður en ég hefði haldið að þeir yrðu full miklir hlunkar fyrir 325L búr, amk ef fleiri stórir fiskar eru þar.
En Arowanan verður pottþétt of stór fyrir búrið (að mínu mati amk)

já það er spurning hvort maður fari ekki að safna sér fyrir stærra búri bara......klæjar samt í puttana langar svo í þennan fisk
There is something fishy going on!
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

við vorum í fiskó í dag og þeir sögðu að þetta væri í fínu lagi í þessu búri með þessum fiskum sem eru þar núna, en við vildum fá fleiri skoðanir frá fiskaspjalls spekingum áður en lengra væri haldið, svolítið fúllt ef sölumenn eru ekki með þetta meira á hreinu en þetta þ.e.a.s miðað við það sem maður heyrir hérna

en takk fyrir hjálpina
There is something fishy going on!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

þetta getur alveg sloppið í einhvern smá tíma, en arowana stækkar hratt, og síkliður taka þeim ekki alltaf vel. Ég hef misst 2 arowönur útaf því að síkliður drápu þær.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Halló.
Ég hef alið upp Arowönu og það þetta er alveg magnað dýr.
Hún stækkaði á innan við ári úr 8 cm i 34 cm og 400 litra búrið mitt var sprúngið :oops:
325 litra búr er að minu mati allt of litið fyrir fisk sem nær vel yfir meter á lengd :)
Leyfi mér að setja inn mynd af drottninguni hérna :)
Image
Image
Þess má lika geta að þetta eru grimmar skepnur og éta allt sem passar uppi þær. Eg var hættur að geta bætt nokkru i búrið án þess að það var étið.
Annar ef aðstæður leyfa þá mæli ég hiklaust með þessum fiski en munið að búrið er og verður fljótt alltof litið :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er nú alveg ótrúlegt hvað er hægt að komast upp með í þessum fiska bransa varðandi að misbjóða fiskum, getur séð góð dæmi um það ef þú youtubar/Googlar asískar fiskaverslanir

En þótt einhver segi að hluturinn ætti að ganga upp þíðir það ekki að vel muni fara um dýrið ;)

Líklegast er þetta Aquastabil búr sem þú ert með sem er 130x50x50cm

Þannig að þegar Arow er kominn í 50 cm þá getur hún sinnt70 - 75cm og þá þarf hún að snúa við og synda aðra 70 - 75cm og aftur og aftur og aftur
og þar sem þessir fiskar stoppa nú sjaldan þegar þeir ná sæmilegri stærð mun fiskurinn gera þetta allan daginn, svakalega skemmtilegt í svona þröngu rými :)
Og ekki skánar dæmið þegar hún nær 80cm :)

Byrja frekar að safna fyrir stóru og flottu búri og fá sér fiskinn þegar hægt er að hugsa almennilega um hann, því það koma alltaf fleiri Arow hingað til landsins svo þú ert ekkert að missa af once in a life time fisk ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

Sammála Squinchy.. Það er betra að bíða með að kaupa fisk sem manni langar í (tala nú ekki um þegar hann kostar svona mikið) þangað til maður er komin með búr sem fiskurinn nær pottþétt að líða vel í...
Eins líka að afla sér upplýsinga og reynslu á meðan, þá er maður í ennþá betri málum þegar loksins kemur að því :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Mermaid wrote:við vorum í fiskó í dag og þeir sögðu að þetta væri í fínu lagi í þessu búri með þessum fiskum sem eru þar núna, en við vildum fá fleiri skoðanir frá fiskaspjalls spekingum áður en lengra væri haldið, svolítið fúllt ef sölumenn eru ekki með þetta meira á hreinu en þetta þ.e.a.s miðað við það sem maður heyrir hérna

en takk fyrir hjálpina

Ég stend við það sem ég sagði við þig í gær uppí Fiskó. En það er vitað mál að hún þarf stærra búr eftir því sem hún stækkar.
Ace Ventura Islandicus
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

animal ert þú að vinna uppí fiskó ?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í sjálfu sér er ekkert að því að setja þessa arowönu í búrið en það er vitað mál að hún þarf stærra búr fljótlega þannig að ef það er ekki á döfinni á næstu mánuðum þá er sjálfsagt betra að bíða.
Svo setur maður líka spurningamerki með arowönu með óskurum, þeir geta verið dyntóttir og arowönur stressast auðveldlega þannig að það gæti endað með ósköpum þó það geti líka gengið eins og í sögu.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Svavar wrote:animal ert þú að vinna uppí fiskó ?
Já ætli það ekki bara, er búnað vera viðloðandi þarna frá byrjun, svona nokkurskonar húskarl.
Ace Ventura Islandicus
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

animal wrote:
Mermaid wrote:við vorum í fiskó í dag og þeir sögðu að þetta væri í fínu lagi í þessu búri með þessum fiskum sem eru þar núna, en við vildum fá fleiri skoðanir frá fiskaspjalls spekingum áður en lengra væri haldið, svolítið fúllt ef sölumenn eru ekki með þetta meira á hreinu en þetta þ.e.a.s miðað við það sem maður heyrir hérna

en takk fyrir hjálpina

Ég stend við það sem ég sagði við þig í gær uppí Fiskó. En það er vitað mál að hún þarf stærra búr eftir því sem hún stækkar.
og ég stend við það sem ég sagði að það er fúllt ef sölumenn eru ekki með þessa hluti meira á hreinu en þetta, og ef það er vitað mál að hún þarf stærra búr þegar hún stækkar þá er allt í lagi að nefna það,
en þetta sýnir líka mikilvægi þess að vera með þennan spjallþráð uppi, það er mjög gott að geta leitað ráða hérna hjá spekingum sem hafa engra hagsmuna að gæta eins og sölumenn kanski í verslunum
There is something fishy going on!
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Það er voðalega misjafnt hvað fólk segir um búrastærð fyrir hvern fisk
Arowana getur lifað í 325 ltr og orðið ágætlega stór
best væri þó að engir aðrir stórir fiskar væru í búrinu
það þýðir samt ekki að hún verði ánægð í því búri
það er mikið um stóra fiska í litlum búrum hér á landi og veit ég ekki um neinn sem er með nógu stórt búr undir monsterin sín
eitt aðalvandamálið með stóra fiska í litlum búrum er það að vatnið er fljótt að mengast og finnst mér það meiri vanhirða við fiskana heldur en búrastærðin
ég hef verið með stóra arowana í 400 ltr búri og hún var flott og virtist ánægð, Síðan var ég með pangasius í 1200 ltr búri en það var ekki gott hann hefði verið fínn í 10 mtr búr bara til þess að hann gæti aðeins synt því hann er hraðsyndur en samt eru eflaust seldir 10 pangar á móti 1 arowana og ekkert er sagt um það
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gudmundur wrote:Það er voðalega misjafnt hvað fólk segir um búrastærð fyrir hvern fisk
Arowana getur lifað í 325 ltr og orðið ágætlega stór
best væri þó að engir aðrir stórir fiskar væru í búrinu
það þýðir samt ekki að hún verði ánægð í því búri
það er mikið um stóra fiska í litlum búrum hér á landi og veit ég ekki um neinn sem er með nógu stórt búr undir monsterin sín
eitt aðalvandamálið með stóra fiska í litlum búrum er það að vatnið er fljótt að mengast og finnst mér það meiri vanhirða við fiskana heldur en búrastærðin
ég hef verið með stóra arowana í 400 ltr búri og hún var flott og virtist ánægð, Síðan var ég með pangasius í 1200 ltr búri en það var ekki gott hann hefði verið fínn í 10 mtr búr bara til þess að hann gæti aðeins synt því hann er hraðsyndur en samt eru eflaust seldir 10 pangar á móti 1 arowana og ekkert er sagt um það

Takk fyrir þetta gummi. Var einmitt að spá í hvort ég ætti að nenna að svara þessu. Það eru margir hér og þar ámeðal sumir sem hafa svarað hér í einhverjum vandlætingar tón eins og ég viti ekkert í minn haus, sem eru með fiska í búrum sem eru/verða allt of lítil samanber RTC t.d sem verður þvílíkt "monster" og og margt fleira t.d Stórar síklíður, Kattfiskar, skötur og Arowönur bæði suður amerískar og Asískar.
Þetta þarf að meta í hvert skipti, og Mermaid það er alveg á þráðbeinu að ég er ekki að ljúga að kúnnum uppí Fiskó bara til að ná í Kr. í kassann, ég er búnað hrærast í þessu í ansi mörg ár og það er og hefur alltaf verið metnaður minn að segja fólki rétt til byggt á reynslu minni og þekkingu.

Alveg burtséð frá því hvað "Spekingarnir" hér segja.
Ace Ventura Islandicus
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

ok allveg rólegur hérna ég sagði aldrei að neinn væri að ljúga hérna, en það hefði kanski mátt koma skýrar fram að fiskurinn myndi fljótt stækka úr búrinu að mínu mati, annars hef ég ekkert út á fiskó að setja, þetta er allveg hin fínasta búð og allt það en niðurstaðan mín í þessu var að kaupa fiskinn ekki og það nær ekkert lengra
Last edited by Mermaid on 14 Dec 2008, 22:28, edited 1 time in total.
There is something fishy going on!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

animal wrote: Takk fyrir þetta gummi. Var einmitt að spá í hvort ég ætti að nenna að svara þessu. Það eru margir hér og þar ámeðal sumir sem hafa svarað hér í einhverjum vandlætingar tón eins og ég viti ekkert í minn haus, sem eru með fiska í búrum sem eru/verða allt of lítil samanber RTC t.d sem verður þvílíkt "monster" og og margt fleira t.d Stórar síklíður, Kattfiskar, skötur og Arowönur bæði suður amerískar og Asískar.
Þetta þarf að meta í hvert skipti, og Mermaid það er alveg á þráðbeinu að ég er ekki að ljúga að kúnnum uppí Fiskó bara til að ná í Kr. í kassann, ég er búnað hrærast í þessu í ansi mörg ár og það er og hefur alltaf verið metnaður minn að segja fólki rétt til byggt á reynslu minni og þekkingu.

Alveg burtséð frá því hvað "Spekingarnir" hér segja.
Ég get ekki séð að hér hafi neinn svarað í vandlætingartón nema þú sjálfur núna, reyndar sýnist mér menn vera sammála þér því flestir tala um að fiskurinn geti vel verið í þessu búri en þurfi stærra búr síðar.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vissulega
Ace Ventura Islandicus
Post Reply