Vandamál í búrinu okkar. hjálp

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Vandamál í búrinu okkar. hjálp

Post by Bob »

Sælt veri fólkið.

Þannig er mál með vexti að við erum með nokkra fiska saman í búri og erum btw ekki búin að vera með þetta búr nema í 3 vikur.

Eini gallinn er sá að á þessum 3 vikum þá eru 3 fiskar hjá okkur búnir að deyja. og allt saman eru það fiskar sem hafa ávalt verið sprækir

Við byrjuðum með 2x black ghost, 3x kk Gúbbý, 1x kvk gúbbý, 1 x skala.
og 1x "ryksugufisk" sem ég man ekki alveg heitið á..

Viku seinna þegar við komum heim frá vinnu var 1 black ghostinn á botninum alhvítur og dáinn. og var okkur sagt að það gæti hafa verið útaf einelti frá stærri ghostinum. við héldum alltaf að þegar þeir voru að fíflast að þetta væri bara leikur.. stærri að elta minni í hringi.. og stoppuðu reglulega inná milli. en við erum farinn að halda að við höfum haft rangt fyrir okkur?

Svo eru það gúbbý fiskarnir. 2 af þessum 3 kk eru nú dauðir. við slökkvum ljósið í búrinu og förum að sofa og þegar við vöknum daginn eftir lyggur einn þeirra dáinn og eins og búið sé að éta úr augun og narta á fullu í hann. s.s eins og hann hafi verið dauður í viku+

Hvað er að ske? er einhver veiki í gangi eða er þetta normal? viljum taka framm að við erum algjörir nýgræðingar í þessu öllu saman.

Eina sem við tökum eftir er að Það er eins og það séu endalaust af loftbólum eða einhverskonar drulla/punktar, utaná gúbbí köllunum. Svo virðirst eins og þeir séu að minka (eins skrítið og það hljómar) , sporðurinn virðirst litminni og ef einhvað er örlítið tættur. Hvað er í gangi?

kvk gúbbýinn er stálhraust og ekkert sést á henni. höldum jafnvel að hún fari að skjóta út nokkrum seiðum hvað úr hverju.

Bættum í dag við 2 öðrum skalum sem eru mikið minni en sá fyrsti.

Allir fyskarnir í búrinu núna (fyrir utan þennan 1 eftirlifandi kk gubbý) virðast virkilega hraustir og sprækir. borða og skemmta sér.

Erum með þá í 56L búri sem er með hitara, dælu og síum. Hitastigið er 24°c en við vorum að hækka það núna uppí 25,5-26°c til að prófa það.
Á þessum 3 vikum erum við búin að skipta um 30-50% af vatninu 3 sinnum.
Erum með 1 stk. plöntu í búrinu sem fiskarnir eru búnir að vera duglegir að éta!!!!
eina hauskúpu sem ghostinn okkar er búinn að eigna sér og svo einhvað smáskraut.

Allar hugmyndir og upplýsingar sem gætu hjálpað vel þegnar

Með fyrirframm þökk.
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég ætla ekkert að segja til um gubbýfiskana, læt aðra sem þekkja þá betur svara því.

En ég væri ekki hissa að black ghost hafi drepið hinn black ghost.
Það er ágæt regla að hafa þessa fiska staka, s.s. ekki fleiri en einn black ghost, nema þá að búrið sé mjög stórt og með marga felustaði.
Þeir voru s.s. ekki að leika sér, þeir voru að slást.
Black ghost er nánast eða alveg blindur og notar rafsegulsvið til að skynja umhverfið. Talið er að tveir (eða fleiri) trufla rafsegulsvið hvors annars og sé það ástæða fyrir því að þeim komi illa saman.

Black ghostinn á svo eftir að verða alltof stór fyrir 56L búrið, en ef þið hefðuð hugsað ykkur það sem bráðabirgða og annað stærra á plani er það svosem í góðu lagi því þeir stækka ekki svo hratt.
Hann á þó ekki eftir að geta verið með gubby og öðrum smáfiskum til frambúðar, hann étur þá strax og hann hefur stærð til.

Sama á við um skalana, 56L búr er of lítið, meira að segja fyrir 1stk.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Æðislegt hehe
eða þannig...

Við spurðum sérstaklega að því þegar allt vara keypt hvort búrið væri nógu stórt fyrir bæði black ghost og skala. og það átti ekki að vera neitt mál sagði kallinn..

Við ættlum að halda okkur bara við 1 black ghost. ættluðum bara að hafa 1 skala líka en mamma mín kom með afmælisgjöf fyrir mig og var það 2 litlir skalar. og eru þeir LITLIR miðað við þann fyrsta. við erumað tala um að fyrsti er rúmlega helmingi stærri en þessir 2 nýjur.. þeim viðrist samt semja ágætlega sona eftir nokkra klst saman. fyrst var smá pirringur samt hehe

en já. ættlum okkur að fá okkur stærra búr seinna þegar bæði fjármagn og heimilsaðstöður leyfa. en eins og er þá verður þetta að duga...
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ekki gott að fá svona ráð, sérstaklega með svona fiska í dýrari kantinum. Hvar keyptiru?

það færi held ég ekki sérlega vel um minn black ghost í 56L búri og hann er ekki fullvaxinn:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já ok. minn er ekki jafn stór og þessi. en samt ekkert neit pínu lítill.

Keypti allt saman í fiskó

þar var mér sagt að það væri allt í góðu að hafa 2 black ghost saman og að þetta myndi allt funkera í þessu búri...

svo eftir að hinn dó var mer sagt að þetta gæti hafa verið útaf einelti og að það væri EKKI sniðugt að hafa 2... fínt að vita það eftirá með fiska sem kosta 5000kall stk.

En afhverju segiru að skalli þurfi stærra búr. þeir virðast spóka sig fínt hjá okkur hérna..??
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þeir gætu alveg verið þarna í einhvern tíma og allt í góðu en þeir verða stærri og svo háir að standard 56L búr er full lágt.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Var þér virkilega sagt í Fiskó að 2 black ghost og skalar væru fínir í 54 lítra búr og það með guppy fiskum ?! :roll:
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

búrið er 60cm á lengd og 33cm á hæð þar af 27-29 cm hæð á vatninu. verður bara að duga þar til síðar :)

verst bara ef að gubbý kellingin fer að eiga.. 3 skalar á eftir öllum seiðunum.. ég sé fyrir mér fjöldamorð :?
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

yup. mér var sagt það. er samt EKKERT að reyna að niðurlæjga fiskó á neinn hátt. held áfram að versla af þeim. verð bara meira varkárari sjálfur.

En já ég spurði sérstaklega útí það hvort ekki væri í lagi að hafa black ghost og skala saman með gubbý fiskum og hvort að það væri í lagi að hafa þá alla saman í þessu 54 L búri. og það var ekkert mál sagði kallinn.

Tek það aftur framm að ég er EKKI að reyna að koma slæmu orði á Fiskó á neinn hátt. góð þjónusta þar og flottir fiskar :=)
er einmitt að fara þarna niðureftir á morgun að tala aðeins við þá útaf þessu gubbýfiska vandamáli hjá okkur og athuga með einhvað nýtt í búrið
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Alveg frábær þjónusta. :? Ég hélt reyndar að allir starfsmenn þarna ættu að vita betur en þetta.

Það er erfitt að segja eitthvað varðandi guppana, það er varla á færi fagmanna að halda guppy í dag þar sem stofnarnir eru svo viðkvæmir.
Sjálfur grisja ég miskunalaust frá fiska sem eru horaðir eða með klemda sporða, lyf virðast virka illa eða ekki og meira að segja gamla salt trikkið dugar ekki.

Ég mundi ekki bæta neinu nýju í búrið fyrr en þetta guppy vandamál er leyst og leyfa búrinu að cycla sig.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

en þú kannast ekkert við að hafa séð sona með "loftbólum" utaná þeim.. eins og e-h skítur eða blöðrur.. ??

Erfit að sjá nákvæmlega hvað þetta er. :?

hafði hugsað mér að kaupa ekki nýja fiska endilega. heldur ættlaði ég mér að fá mér gotbúr, javarmosa eða e-h almennilegan gróður (þar sem að þessi eina planta sem ég er með er alltof mjúk og fiskarnir eru að verða búnir að éta hana upp til agna....) og ryksugu til að hreinsa botnin almennilega.

svo var mér sagt að Black ghost elskar Frosna blóðorma.. þarf að fynna mér þannig. :)
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru loftbólurnar ekki bara hvítblettaveiki eða velvet. Líta þeir úr fyrir að vera "saltaðir" ?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

já gæti verið. litlar fitubólur, hvítir blettir jafnvel. jafnvel eins og það sé búið að dreifa salti yfir þá.. .. eða réttarasagt HANN þennan eina sem eftir er lifandi. ... konan er samt hress. sést ekki á henni. er bara spikfeit :)

Ein pæling enn samt.. núna erum við búin að vera með skala í búrinu frá byrjun. í stærri kantinum. eflaust 12-14 cm á hæð (nátturulega frá ugga og niður á enda fálma.) en eftir að ég fékk þessa 2 nýju gefins.. sem eru mikið mikið minni. sona 5-6 cm háir. þá hefur þessi gamli verið ekkert pirraður útí þá.. fyrr en ég slökti ljósið í búrinu. þá fór allt lífríkið á kreik eins og vanalega. black ghostinn fór út á fullu. glersugan fór í þrifin og nýju skalarnir fóru að synda umm. en gamli skalinn trompaðist og byrjaði að skalla þessa nýju. bögga þá á fullu. hvað er málið með það? einfaldlega of lítið búr fyrir þá eða bara útaf því að þeir eru nýjir??
Ekkert - retired
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skalar taka nýliðum oft ekki vel. Oft endar það með að dominant (stóri, gamli) drepi nýliðana.

Hvítir blettir benda til hvítblettaveiki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

54L búr er alltof lítið fyrir 3 skalla, hvað þá einn. Í svona litlu búri gætu þeir vaxið óeðlilega, þ.e.a.s bakugginn gæti bognað, og búkurinn jafnvel hætt að vaxa. Þetta ætti aðeins að vera tímabundið búr. 100-240L búr væri fínt fyrir tvo skalla. Það er líka ekki sniðugt að hafa black ghost í 54L búri. Allt í lagi tímabundið. Eftir því sem þeir stækka þá fara þeir að éta litla fiska á nóttunni. (dæmi: 9 neon tetrur hurfu á skuggalegan hátt, hjá mér, á c.a viku, eftir að black ghostinn kom í búrið) Skallarnir eiga líka eftir að éta öll seiði sem birtast.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. s.s. er einhvað hæg að gera svo þeir venjist nýliðunum??? er ekkert spentur fyrir því að missa þá. :? eða verð ég bara að fá mér annað búr fyrir þá/selja þá?

og hvernig kemur þessi hvítblettaveiki? lélegt vatn? er ekki einhvað sem við getum gert til að stoppa þetta áður en við þurfum að fá okkur alla nýja gúbbý??
og hráir hvítblettaveikin bara gubbý eða getur hún drepið alla fiska?
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok þarf virkilega að fara að ræða við þá niðurfrá. er ekki að vilja standa í því að þurfa að missa alla fiskana útaf því að þeir sögðu að þetta yrði í lagi og svo drepst allt......


á ekki einhver stórt búr til að gefa okkur?? hehe :roll:
Ekkert - retired
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

hvítbletta veiki fer í alla fiska, það er til lyf við þessu farðu bara í næstu dýrabúð og spurðu um lyf við hvítblettaveiki
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvitblettaveiki kemur út af lélegu vatni, köldu vatni eða stressi. Allir fiskar geta fengið hana. Hreisturslausir fiskar eru viðkvæmari fyrir henni. Sé hún ekki meðhöndluð þá gætu fiskarnir drepist. Getur hent 5-8 grömmum af salti í búrið og hækkað hitan um 2-3 gráður. Fylgstu svo með hvort að blettirnir fara ekki á nokkrum dögum.
Ef ég væri þú þá myndi ég sleppa því að fá mér fleiri fiska í bili. Bíða þangað til að búrið er komið í jafnvægi. Nýjir fiskar gætu komið með einhverja veiki í búrið og fiskar sem eru viðkvæmir fyrir eða veikir, gætu hreinlega dáið. það er líka gott að vera með aukabúr sem sjúkrabúr, t.d ef fiskur verður veikur eða ef þú ert að fá þér nýja fiska, að setja þá í sjúkrabúrið, áður en þú lætur þú lætur þá í aðalbúrið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

50-100gr af salti ættu að hjálpa til við að laga hvítblettaveikina. Gott að hækka hitann um nokkrar gráður líka og skipta út vatni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. s.s. í þessari röð?
skipta út vatni
hækka hita
bæta slatta salti í... er einhver með nákvæma tölu á saltmagninu sem á að fara í miðað við 54L búr?
Ekkert - retired
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já þessi röð er fín

skipta út vatni (50%)
hækka hita
salta


2gr á líter er ágætt til að byrja með - settu það í í 2 skömmtum og ekki setja það strax eftir vatnsskiptin. Ef sýkingin er ekki farin að lagast eftir 24klst þá er spurning um að kaupa lyf við hvítblettaveiki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ok frábært. prófa þetta. Takk kærlega fyrir allar þessar upplýsingar :) frábært að fá ráð frá fólki hérna :D

eitt síðasta. hvernig salt erum við að tala um.. fint borðsalt? hehe :roll: gróft. sjáfarsalt. einhvað spes úr dýrabúð???
Ekkert - retired
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

notaðu bara joðlaust salt, þ.e.a.s. ekki venjulegt borðsalt. gróft kötlusalt er fínt í þetta.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Við viljum þakka kærlega fyrir skjót og góð svör. Frábært að fá svona svör og ráðleggingar!

Viljum bara segja að við fórum í dag og áhváðum að kaupa bara beint lyfið við hvítblettaveikini þar sem að við erum núþegar búin að missa 2 gubbý útaf henni. þannig að við vonum bara að þetta muni virka.

Við tókum eftir því núna að það eru nokkri (sona 5-7) hvítir blettir/doppur á black ghost líka. en hinir allir virðast í lagi eins og er.

Tókum og hreinsuðum botninn með sugu, skiptum út 40-50% af vatninu og bættum lyfinu útí.

Einnig verður fróðlegt að sjá hvað verður með þessa 3 skala þar sem að þeim viðrist vera að koma saman um vinskap. vonum að það haldist.

Verðum svo að fara að fá okkur stærra búr fljótlega en þetta verður bara að duga þangað til að við komumst í það. langar helst að fá okkur allavega 150L búr á flottum skenk. kemur vonandi fljótlega sá tími :)

Takk enn og aftur fyrir fljót og góð svör.

Kveðja
Hjalti og Alexandra!
Ekkert - retired
hedmack
Posts: 45
Joined: 11 Oct 2008, 12:09
Location: RVK

wtf

Post by hedmack »

Er þetta grín eða ? ... Þetta er eins og að labba inn í elko og afgreiðslumaðurinn segir jájá þessi xbox leikur virkar í playstation 3
Kv . Mr. B
HeDMACK
hedmack69@hotmail.com
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hvað þá hedmack? :?
Ekkert - retired
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Bob wrote:hvað þá hedmack? :?
Örugglega að meina að það sé sagt af afgreiðslumanni að það virki að hafa svona stóran skala, black ghost og svoleiðis í svona litlu búri sem er alls ekki rétt :)

En vonandi lagast fiskarnir hjá þér :) ekki gaman að lenda í svona.
200L Green terror búr
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Takk fyrir það. Allir enþá á lífi eins og er. sá versti (gúbbý kallinn okkar) er enþá "hress" syndir um allt og spókar sig að okkur sýnist ágætlega bara.

Og með skalana. þrátt fyrir að við bættum 2 litlum við og erum þá með 3 (1 ca 15cm háann og 2ca 6cm háa) þá virðist þeim vera að koma nokuð vel saman. allir lifandi enþá allavega.. virðast samt vera altof hrifnir af java mosanum sem við settum í í gær :?
Ekkert - retired
Post Reply