Jæja nú á ég bara 720L búrið þar sem ég seldi rekkann vegna flutninga.
Ég var svo að setja upp geymsluhillur í geymslunni og náði að skilja eftir smá pláss fyrir fiskabúr
Ég ætla að fara í það fljótlega að koma einhverju upp þar og hef helst í huga að heimasmíða búr því plássið er takmarkað og ætla ég að reyna að troða eins mörgum lítrum og ég get fyrir... sem eru þó ekki meira en 200L í heildina.
ég geri annaðhvort hillu undir þetta sem er styttri á lengdina en hærri eða hillu sem er lengri og lægri (plássið er undir súð)
Möguleiki 1, stærð á hillu sem búrin fara í
Lengd: 70cm
Breidd: 50cm
Hæð:100cm
Í þessa hillu komast tvö búr, annað fyrir ofan hitt.
Búrin eru bæði 70x50x30cm eða 100L.
Ég gæti því haft
2x100L búr eða skipt þeim og haft
4x50L, já eða
1x100L og 2x50L
Kosturinn við þetta er möguleikinn á fjórum búrum en gallinn er að neðra búrið yrði aðeins 15cm frá gólfinu (leiðinlegt uppá vatnsskipti því ég hef ekki aðgang að vatni í geymslunni)
Möguleiki 2, stærð á hillu sem búrin fara í
Lengd:100cm
Breidd:50cm
Hæð:80cm
Í þessa hillu kemst eitt búr, 100x50x40cm eða 200L.
Ég gæti því haft
1x200L eða skipt því í tvennt eða þrennt og haft
2x100L eða
3x64L
Kosturinn við þetta er að búrið er 30cm frá gólfi, þægilegri vatnsskipti og geymslupláss undir búrinu og líst mér persónulega betur á þennan kost.
En ég vildi endilega deila þessum pælingum með ykkur og fá comment og hugmyndir
