haha já þetta er ágæt hugmynd bara!
annars er búin að vera mjög vond lykt af vatninu síðustu daga og búrið mjög skýjað - vatnið virðist vera gruggugt en ætli búrið sé ekki með eitthvað cycle í gangi sem orsakar lyktina og gruggið?
Það er ~2 vikur síðan búrið var sett upp á nýja staðnum, það fór alveg nýtt vatn í en dælurnar voru "skítugar". Fyrstu vikuna var allt í góðu með vatnið en nú seinni vikuna byrjaði vatnið að verða skýjað og illalyktandi.
Ég hef verið að gera 50%+ vatnsskipti á svona 3 daga fresti til að reyna að ná þessu góðu og til að koma í veg fyrir einhvern eiturtopp því ég hef heyrt að regluleg vatnsskipti koma í veg fyrir eiturtoppa í vatninum meðan á cycle stendur (ef þetta er cycle) en svo sá ég þetta sem ég vissi ekki:
Squinchy wrote:
Ef vatnið er hvítt er vatnið fullt af bakteríu sem er að nærast á næringarefnum í vatninu (Ekki rotnuðu fóðri) þannig að vatnskipti munu ekki fjarlægja þessa bakteríu heldur mun það auka fæðu fyrir bakteríuna og hún mun þrífast lengur í búrinu
Ef vatnsskipti hjálpa ekki gegn þessu, hvað skal þá gera?
Bara bíða eftir að þetta líður hjá? Ég hef þá aðallega áhyggjur af fiskunum ef einhver eiturtoppur myndast?
Ég hef verið að fylgjast með nítrat og nitrit en það mælist lítið sem ekkert.
edit: reyndar skolaði ég burt drulluna sem lá á botninum á tunnudælunum fljótlega eftir að ég setti búrið upp aftur því það var orðið langt síðan ég gerði það síðast, ég skipti líka um bómulinn/filtið og skolaði media efnið uppúr fiskabúrsvatninu og hélt því að það væri í góðu lagi, kannski hefur það komið búrinu í ójafnvægi?