720 lítra Monsterbúr

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Það er sjaldan sem maður nær myndum af Black Ghost hnífafiskinum, hann er yfirleitt í felum á daginn og fyrir utan það er ekki auðvelt að ná góðum fókus á svartan fisk. Hann var óvenjumikið á ferðinni áðan og ég reyndi að ná því á mynd:
Image

Image

Image

African Tiger Fish:
Image

Og Trimac sem er loksins loksins farinn að sýna smá liti, Buttikoferi sem var í búrinu þar til í gær var búinn að vera leiðinlegur við hann og Trimac alltaf í felum:
Image

svona hefur hann verið síðustu tvo mánuði:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
alexus
Posts: 84
Joined: 18 Dec 2007, 23:18
Location: Reykjavík,104

Post by alexus »

bíddu vó skelltiru honum í frystirinn til að geyma hann í jarðarför eða eitthvað? afhverju setur fólk fiska í frysti? er bara ný byrjaður í þessum bransa þannig enginn er dauður hjá mér ennþá :P
"Mörkin milli geðveiki og snilldar verða bara mæld með árangri....."
110L
60L
54L
25L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe já það finnst mörgum það fyndið en ég er með nokkra fiska í frystinum, ástæðan fyrir því er að mig langar að varðveita beinagrindurnar á þeim en hef ekki komið mér í það enn að "verka" þá.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

heildarmynd af búrinu eftir flutninga, allir helstu boltarnir sjást fyrir utan polypterusana en mér finnst borðstofustólarnir skyggja of mikið á búrið og ætla að færa fiskabúrið á annan vegg á næstu dögum :roll:

Image
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fínt að vera bara með kolla við borðstofuborðið. :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

uss neinei það er svo gott að liggja í leðrinu, sem minnir mig á það að það er voðalega gott að sitja við borðstofuborðið og glápa á fiskana, en ekki eins gott að hafa það fyrir aftan sófann (ég var að spá í að færa það þangað)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Rosa boltar, en ég tók eftir að Texasinn var ekki Carpintis heldur Cyano (Herichthys cyanoguttatus). :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvað fær þig til að halda það? ég var nokkuð viss um að þetta hafi verið carpintis.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Bara Canyogattus er með punkta framan á enninu :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Skoðaði þetta betur, hef fengið vitlausar upplýsingar á fyrstu síðunni sem að ég skoðaði. :) Svo að Carpintis var hann.

En þetta eru svaka boltar þarna. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef enga reynslu af þessum fiskum en ég spurði á erlendu spjalli hvor texasinn þetta væri og þetta voru svörin:

Looks like Herichthys Carpinits

definitely a carpinitis

I agree with the above. Very nice carpintis

that looks like a H. Carpintis 'Blue Texas'

Very nice Carpintis

andri yours is a carpinte

deff a carpintis


enginn sagði cyano, og þetta kom frá fólki sem hefur reynslu af þessum tegundum þannig ég held ég haldi mig við carpinte.
Ekki að það skipti máli þar sem fiskurinn er dauður en það er betra að hafa eitthvað á bakvið staðreyndir sem þú setur fram.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jaguar karl
Image

Clown Knife
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ótrúlega flottur Clown Knife
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flottar myndir!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

takktakk :-)

hérna er einn flottur sem fer vonandi sem fyrst í búrið, er að stækka í öðru búri; Polypterus Delhezi:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Fór í Dýragarðinn áðan að skoða nýju sendinguna og veiddi mér 5xRopefish í búrið. Ég var lengi með þrjá stóra en seldi þá í sumar þegar ég var að bæta við ameríkusíkliðunum, enda gætu þeir endað í kjaftinum á þeim. Nú er ég að fjarlægja ameríkusíkliðurnar og eru Ropefish því velkomnir aftur...

Þeir mældust 24-27cm og mér sýnist þetta vera 4xkk og 1xkvk.

Image

Image

Image

Það kom lifandi fóður til þeirra líka og ég prófaði lifandi blóðorma, algjör snilld að gefa þetta!
-Andri
695-4495

Image
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

hvar fær maður svona Polypterus Delhezi? og hvað er ca verðið?
kristinn.
-----------
215l
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

held að jaguarinn hafi meiri áhuga á robefish heldur en blood worms :lol:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já hann var voðalega forvitinn :)
Jaguar parið fer líklega í lítið bráðabirgðabúr um helgina.
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ekki ætlaru að losa þig við þá?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei ég ætla að reyna að halda þeim... veit bara ekki alveg hvernig hehe :)
kannski verður keypt sérbúr undir þá en það vantar bara peninginn til að fá nógu stórt
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Róparnir alltaf flottir.
Djöfulsins köggull er Managuense karlinn orðinn hjá þér :shock:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

bara föndrar samann búr úr krossvið.svona svipað og búrið sem vargur er með.hefuru allveg nóg pláss fyrir annað stórt búr?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei ekkert sérlega mikið pláss fyrir fleiri búr í augnablikinu en ef það kæmi annað búr þyrfti það nú að vera eitthvað fallegt :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekkert pláss ?, það er alltaf til pláss ;)

Ég mæli með því að byggja pall í svefniherberginu sem er með flöt sem er aðeins stærri en rúmmið (Kanski eins og ef rúmmið er 200x200 að smíða pallinn þá 220x210) hækka pallinn upp með löppum þannig að það sé í svona 180-200cm, setja netta stiga sitt hvoru megin upp við vegginn

Setja síðan eitt risa búr undir rúmmið sem væri þá kanski 190x190x80 sem gerir 2888 Lítra :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þá er ekki hægt að hoppa í rúminu.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Splæstu bara í vatnsrúmmi, mundi bara ráðleggja þér að vera ekki með grimma fiska með stórar tennur :lol:
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

haha já þetta er ágæt hugmynd bara!

annars er búin að vera mjög vond lykt af vatninu síðustu daga og búrið mjög skýjað - vatnið virðist vera gruggugt en ætli búrið sé ekki með eitthvað cycle í gangi sem orsakar lyktina og gruggið?
Það er ~2 vikur síðan búrið var sett upp á nýja staðnum, það fór alveg nýtt vatn í en dælurnar voru "skítugar". Fyrstu vikuna var allt í góðu með vatnið en nú seinni vikuna byrjaði vatnið að verða skýjað og illalyktandi.
Ég hef verið að gera 50%+ vatnsskipti á svona 3 daga fresti til að reyna að ná þessu góðu og til að koma í veg fyrir einhvern eiturtopp því ég hef heyrt að regluleg vatnsskipti koma í veg fyrir eiturtoppa í vatninum meðan á cycle stendur (ef þetta er cycle) en svo sá ég þetta sem ég vissi ekki:
Squinchy wrote: Ef vatnið er hvítt er vatnið fullt af bakteríu sem er að nærast á næringarefnum í vatninu (Ekki rotnuðu fóðri) þannig að vatnskipti munu ekki fjarlægja þessa bakteríu heldur mun það auka fæðu fyrir bakteríuna og hún mun þrífast lengur í búrinu
Ef vatnsskipti hjálpa ekki gegn þessu, hvað skal þá gera?
Bara bíða eftir að þetta líður hjá? Ég hef þá aðallega áhyggjur af fiskunum ef einhver eiturtoppur myndast?
Ég hef verið að fylgjast með nítrat og nitrit en það mælist lítið sem ekkert.

edit: reyndar skolaði ég burt drulluna sem lá á botninum á tunnudælunum fljótlega eftir að ég setti búrið upp aftur því það var orðið langt síðan ég gerði það síðast, ég skipti líka um bómulinn/filtið og skolaði media efnið uppúr fiskabúrsvatninu og hélt því að það væri í góðu lagi, kannski hefur það komið búrinu í ójafnvægi?
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eithvað að uldna í vatninu?

kólnaði sandurinn eða dælurnar eithvað niður þegar þú varst að flytja?.

kanski of lagnt siðan þú fluttir til að það gæti verið möguleiki?.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei ekkert að úldna.
mölin stóð reyndar á gólfinu í plastdollu í 2-3 daga áður en ég kom mér íi að setja hana aftur í. það hefur kannski verið málið hmm...

annars kom þetta ekki strax eftir að sandurinn fór í, hérna er búrið t.d. frekar tært:
Image

en nú sést varla í gegnum búrið endilangt.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply