Mér gengur skelfilega að finna einhverja fiska sem bardagafiskurinn gengur ekki í skrokk á, mér var sagt að hann gæti verið með platy þannig að ég prófaði það en hann er byrjaður að berja þá. Get ég sett platy fiskana með dvergsíkliðum og skölum í 160L búrið?
Svo væri frábært að fá reynslusögur af bardagafiskum og hvað gengur með þeim. Hann er í 55L ca. og er aleinn vegna samskiptaörðuleika
Bardagafiskavesen
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ég hef haft bardagafisk með Gúbbý, sverðdrögum, diskusum, skölum, litlum frontosum, litlum JD Neon og aldrei lent í veseni með hann
gæti bara verið eintakið sem þú ert með, fiskar hafa mismunandi hegðun alveg eins og við manfólkið
Edit: Bara ekki setja bardagafisk með gotfiskum sem þú ætlar þér að ná einhverju undan því þeir eru mjög lúmskir að ná seiðum
gæti bara verið eintakið sem þú ert með, fiskar hafa mismunandi hegðun alveg eins og við manfólkið
Edit: Bara ekki setja bardagafisk með gotfiskum sem þú ætlar þér að ná einhverju undan því þeir eru mjög lúmskir að ná seiðum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is