stærsti skallinn og black ghostinn eru a fullu að borða mosann.. 4Eða allavega narta og tæta í hann. er það alveg normal?
Við héldum að java mosi væri einhvað sem gengi með öllu.. er það einhver vitleysa?
Áður en við breyttum búrinu vorum við með e-h plöntu sem var sona í mýkri kantinum og hún var öll étin. búið að bíta fult af blöðum af. öll götótt og tætt og búið að ná að grafa ræturnar upp á stöðum.. grunur leikur á að ghostinn hafi verið einhvað að stríða okkur þar...
Einnig. Þarf javar mosi mikla lýsingu eða er nokkra klst lýsing með 1 peru í 54l búri alveg nóg?
Eigum nefnilega í smá veseni að strýða með lýsinguna vegna þess að black ghostinn þolir illa svona mikið ljós.. reynum að hafa þetta sanngjarnt fyrir alla.. sona á meðan maður leitar að nýrri peru eða betra búri..
Allar upplýsingar vel þegnar. erum við að gera einhvað vitlaust?

Með fyrirframm þökk

EDIT:
Áhvað að posta annari spurningu hérna í stað fyrir að búa til annan þráð
Ég er með rót í búrinu mínu sem ég fékk hjá Dýragarðinum. Ég vafði java mosa utan um rótina og setti hana í búrið. allt í lagi með það nema 2 dögum seinna tók ég eftir einvherjum hvítum "hárum" á rótinni ofarlega (nálægt vatnsyfirborðinu). hélt þetta væri ekkert spes en núna nokkrum dögum seinna þá er þetta hvíta dót greynilega að stækka og komið á öðrum stað.
Einhverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið?
á ég að leyfa þessu að vera eða rífa þetta af rótini?