Discusar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Parið er að leggja lokahönd á hrygningu.. Kannski þetta takist í þetta skiptið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er allt voða spennandi , discus eru svo flottir :D spennandi að sjá hvort að hrygningin takist :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekki tókst þetta seinast, en þau eru núna að hrygna aftur, 6 dögum seinna.

Ég tók eftir því í gærkvöldi að það var humarhamur í búrinu. Skildi ekki alveg hvaðan hann hafi komið, en svo kom í ljós eitt stykki humar á rótinni sem ég hef hjá þeim. Ég er með nokkra humar í sumpnum sem hafa verið að fjölga sér, og einn unginn hefur líklega farið í dæluna og upp til discusana. Ég gruna hann um græsku, að hafa étið öll hrognin hingað til, því hann er alveg skuggalega stór miðað við að hann hlýtur að hafa verið ungi þegar hann endaði þarna uppi, og miðað við hvað ég hef átti humrana lengi.

Ég setti líka ankistru í búrið í fyrradag til að þrífa svolítið af þörungnum í búrinu, hún er hálfnuð með það á þessum 2 dögum, og ég held ég leyfi henni að halda áfram með þrifin í nokkra daga í viðbót. Humarinn hinsvegar ætla ég að taka á eftir, þegar parið er búið að hrygna.

Skemmtilegt líka að líta yfir tölfræðina yfir hrygningarnar hjá parinu, sérstaklega þar sem ég á víst að vera að læra fyrir tölfræðipróf núna:

1 mars - 1 Hrygning
12 mars - 11 dagar á milli
17 mars - 5 dagar
23 mars - 6 dagar
2 apríl - 10 dagar
8 apríl - 6 dagar
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þau gera það oftar en ég!
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:Þau gera það oftar en ég!
hahahhahaha :lol: þá er nú mikið sagt :wink:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þau voru að hrygna í dag... Mig minnir að þau hafi líka hrygnt þarna einhvertíman á milli en ég man ekki hvenær það var akkúrat.

Getulausir greddupúkar... :roll:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nú hlýtur þetta að fara að ganga, þau eru búin að æfa sig svo mikið... nema það endi með að þú verðir að sýna þeim hvernig á að dúndra almennilega svo úr verði afurð :lol:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Eimitt, fyrir framan búrið og kenndu þessum ræflum hvernig á að fara að þessu :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Parið er búið að hrygna 2-3x í viðbót en ekkert komið úr því frekar en venjulega. Þau eru þó í einhverri pásu núna og hafa ekki hrygnt í dágóðan tíma...


Þessi með asnalega augað er búinn að taka smá meiri lit og fá meira munstur þannig að mér datt í hug að láta eina lélega mynd til samanburðar:

Fyrir hálfu ári eða svo:
Image
Núna:
Image


Ég ætla að smella discunum yfir í stærra búr, með skötunni og svo tek ég betri myndir. Það er alveg ótrúlegur munur þegar maður skoðar gamlar myndir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er allt annað að sjá hann.

Annars eru þeir allir ferlega flottir hjá þér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Datt í hug að henda inn einni mynd þar sem ég hef verið latur að uppfæra...

Þessi er búin að parast með einum turquoise discus hjá mér.. Ég ætla að taka þau frá fljótlega og sjá hvort ég (þau) komi ekki einhverju á legg.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Glæsilegur fiskur....

Áttirðu ekki einhverja til sölu ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Feitur og fallegur.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Keli þetta eru alveg magnaðir fiskar :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, ég er búinn að vera að tuða yfir því að ég ætlaði aðeins að gefa discusunum mínum betri aðstöðu til hrygninga, þannig að áðan færði ég par úr 530l búrinu mínu í sér aðstöðu. 2klst seinna og þau eru að hrygna:
Image

Þessi hrygndu líka í kvöld, þau hafa hrygnt 2x áður en ekkert orðið úr - enda var búrið þeirra með 3 öðrum discusum og 4 ankistrum... Ég lagfærði það í kvöld og þau verðlaunuðu mig (parið er red rose og red turquoise fiskurinn í bakgrunninum) Hrognin eru á súlunni aftast, hjá red turquoise.
Image

Afsaka myndgæðin, ég var að reyna að bögga fiskana sem minnst.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þau hafa verið að halda í sér barasta. :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Spennó, vonandi kemur eitthvað úr þessu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svo á ég 2 pör til góða í 530 lítrunum, ég ætla að færa amk annað yfir á morgun.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur hjá þér :P
What did God say after creating man?
I can do so much better
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gangi þér vel Keli með þetta :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Frábært...flottir fiskar...
Ég vonast eftir því að fá par hjá mér á næstunni.....en þolinmæði er víst dyggð í þessu discusa stússi :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja hrognin voru á sínum stað í morgun..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Flott mál þá eru þau að passa þetta fínt, svo er bara að sjá hvort að það koma lirfur.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ooog enn á sínum stað... Örfá orðin hvít, en rest er brúnleit. Sé engin augu eða neitt svoleiðis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

og hvernig gengur ?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Einmitt fréttir takk fyrir félagi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

No news is bad news ;) Hrognin voru ófrjó, hvít 2 sólarhringum eftir hrygningu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Æ helvíti,en þolinmæði þrautir vinnur allar,það á mjög vel við í diskabransanum :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Enn ein hrygningin... (og enn annað parið)
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

JÁ sæælll og gleðileg jól! :-) Gangi þér vel með þá, diskana!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply