Búrið hans Steina

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Búrið hans Steina

Post by Steini »

jújú, á ekki að skella sér í þetta aftur.
fór áðan og náði mér í slatta af sandi úr fjörunni og sauð, en undir fór fyrst mold, var sagt að það væri voða gott.
Í búrið fara svo einhverjar bótíur og svoleiðis kvikindi en núna er bara ein pínu pínu lítil valisnera.

Sandinum hellt ofan á drullumallið:
Image

Svona lítur undirlagið þá núna út
Image
vil taka það fram að ég er bara með lélega digital-vél :lol:

kem með einhverja heildarmynd seinna.
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Litla valisneru hríslan í búrinu
Image

Heildarmynd af búrinu...... ok það er ekkert í því....
Image
Updeita þetta þegar að það er cyklað og byrjað að lifna við.. :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hefurðu prófa að vera með svona mold áður í búri? Er ekki tómt vesen að halda búrinu hreinu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

og er ekki sniðugra að hafa þykkara sandlag uppá að þetta rótist ekki upp og verði allt í gruggi. eða grófari sand
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

það er bara vesen fyrst, svo þjappast það bara undir sandinn.
sandurinn er náttúrulega þyngri þannig að maður verður að passa sig þegar að maður setur vatnið í.
það fer reyndar eftir hversu þykk moldin er, hversu mikil vandæði hún verður
Last edited by Steini on 15 Dec 2008, 21:40, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Af reynslu veit ég að það er betra að hafa meiri sand ofan á og svo verður þú að fara varlega þegar þú skiptir um vatn.

Keyptir þú þessa mold eða er hún fengin úti?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

bara mold úr kartöflugarðinum :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kannski mold sem er búið að setja áburð í?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

neinei, engin eiturefni, passaði mig á því :)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta verður ekki náttúrulegra heldur en að hafa drullu í botninum
ég á eftir að prufa mold í búr en það kemur að því og þá ég sé fyrir mér slatta af gróðri nokkra litla fiska og engar dælur
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Prufaði þetta í 20L búri fyrir svona hálfu ári og gróðurinn virtist vera taka vel við þessu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

fann áðan tvo snigla sem höfðu lifað af úr hinu búrinu, bara smá tittir, 1 cm eða svo.
veit einhver hvaða tegund þetta er?
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

kallast common á ensku
margar tegundir til og hann er mjög einfaldur í fjölgun og offjölgun
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

þakk Guðmundur :D
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Nohh þannig það verður veisla hjá Bótíunum þegar þær fara oní búrið hjá þér :D
Enn þetta lýtur vel út hjá þér.
Ég get látið þig fá valisneru ef þú villt, það er komið vel í búrið hjá mér, þarf að fara að grisja.
Geri það milli jóla og nýárs.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mjög töff snigill, væri alveg til í að fá þá frekar en að senda bótíur á þá, dýrka svona litla snigla
Kv. Jökull
Dyralif.is
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

kominn með eitthvað að valisnerium og búrið er farið að líta allt í lagi út
ég reyndi og reyndi að taka myndir en engin boðleg mynd hófst úr því.
koma kanski myndir á eftir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessir sniglar verða fljótlega orðnir svo alltof alltof margir :) og það er tómt vesen að losna við þá þegar þeir eru komnir í gang.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

flott :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Væri örugglega mjög sniðugt að setja 3-4mm möl ofan á sandinn til þess að fela moldina, því sandurinn mun ekki hleypa moldinni niður sem er ofan á þarna vinstrameginn
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

hafa bara moldina og setja Nothobranchius eða einhverjar aðrar tegundir sem vilja hrygna í moldardrullu
alltof sjaldséðir hérlendis miðað við að þeir eru með þeim flottari
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Jæja, gaf Svavar mér ekki bara fullt af plöntum og fiskum!
gaf mér 3 sverðdragara og einn skala.
svona er búrið núna:
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er allt að koma til hjá þér, mjög fínt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
piranha-king
Posts: 18
Joined: 17 Dec 2008, 21:49

Post by piranha-king »

þetta er mjög flott búr hjá þér til hamingju :-)
er að breyta 1800l búrinu mínu i reef
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Það verða einhver forréttindi að fylgja því að vera á króknum. :wink:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Náði ágætri mynd af skalanum sem Svavar gaf mér.

Image
hann er enþá mjög feiminn og er nánast aldrei sjáanlegur í búrinu,
en sverðdragararnir eru alltaf á ferðinni, koma myndir af þeim síðar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gullfallegur skali, allir uggar beinir og fallegir.
Gott að þið standið saman þarna á króknum. :)
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Það verður nú að reyna að breiða út fagnaðarerindið :P
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

"Græni" sverðdragarinn fannst dauður í morgun.
ég hafði sett hann í annað búr í gær en það var ekkert lok á því svo hann stökk uppúr í nótt
ég hafði lítið vatn í búrinu (60-70%) en honum tókst það einhvernveginn sammt :?

náði aldrei betri mynd af honum en þetta
Image
Post Reply