Að bæta við fiskum í malawi búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ragz
Posts: 84
Joined: 16 Oct 2006, 15:18

Að bæta við fiskum í malawi búr

Post by ragz »

Sælir fiskaáhugamenn

Ég er með 250l. búr sem ég er nýbúinn að setja upp, orðið vikugamalt núna. Ég keypti búrið notað og með því fylgdu nokkrir fiskar, ég er búinn að láta frá mér megnið af þeim sem fylgdu með en mér langar til þess að halda nokkrum og þar á meðal eru:

maylandia estherae - fullvaxið par
melanocromis maingano - fullvaxinn fiskur annaðhvort kk eða kvk.

Nú var ég að pæla hvort það væri möguleiki að halda þessum fullvöxnu fiskum en samt bæta við fleiri fiskum sem væru þá náttlega litlir fiskar sem maður kaupir í dýrabúðum?

Ég ætlaði að bæta við alveg slatta í viðbót því að búrið er mjög tómlegt og ég byrjaði á því að bæta við Chipokae pari, en daginn eftir finn ég karlinn dauðan og mjög sjúskaðan. Kerlan hefur það mjög fínt samt. Veit ekki alveg hver sökudólgurinn er en mér sýnist einhver hafa farið mjög illa með hann.

Ég veit að maður á að breyta aðeins til í búrinu þegar maður bætir við fiskum og ég gerði það, ... á maður kanski bara að losa sig við stóru fiskana og kaupa alla fiskana í einu í sömu stærð og láta þá alast upp saman?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur verið nokkuð erfitt að bæta við fiskum í þessar aðstæður. Þessar tvær tegundir eru nokkuð ákveðnar. Í þessu tilfelli hefur sennilega líka átt þátt í þessu hversu líkur chipokee er maingano í útliti.
Ég mundi annað hvort láta þessa fara eða bæta við nokkrum fiskum í einu þannig álagið dreyfist og þá helst af sömu tegund.
Það gæti líka verið ágætt að hafa með nokkra ódýra og harðgerða fiska til að dreyfa álaginu, fiska sem þá mætti jafnvel losa sig við síðar.
Post Reply