Nú er ég að setja upp hobby herbergi sem á að stútfylla af fiskabúrum http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=5506 og vantar ýmislegt fiskatengt svo ég geti komið þessu af stað með sem minnstum kostnaði.
Ef þú átt eitthvað ónotað fiska dót sem þú villt gefa mér, selja fyrir slikk eða jafnvel lána, endilega sendu mér póst. Þeir sem sponsora mig á þennan hátt eiga inni goodwill til frambúðar.
Vantar sérstaklega dælur og ef einhver á orginal dælukassann úr Juwel búrunum þá er ég til í svoleiðis.
Öll ljós eru líka velkomin.
Borga eitthvað ef það er málið eða skipti á einhverju sniðugu.
Ég á eitthvað ljós handa þér.
Var með það yfir gamla 400l búrinu mínu.
Minnir að lengdinn á perunum í því séu 115cm, svona perustæði með 2 perum í.
Daylight og Growlux perur í, það eru klárir krókar og keðjur með til að hengja uppí loftið.
Ég held að þetta sé alveg pottþétt í topplagi, ég skal gá að því þegar ég kem í land.
Sæll félagi,ef þú vilt þá getur þú fengið dæluna úr 160 litra juwell búrinu.á ekki von á því að nota hana á næstunni.já og ljósadæmið sem ég sagði þér frá.
Ég vil þakka öllum kærlega sem hafa látið eitthvað af hendi rakna og aðstoðað mig.
Enn vantar samt ýmislegt.
Dælur, allar týpur af dælum, meiga vera bilaðar eða lélegar.
Kaffikönnu ef einhver fékk nýja í jólagjöf.
Ískáp með frysti, má vera nánast hvaða stærð sem er.
Get einnig tekið við öllum fiskum, seiði, fullorðnir, stakir, stórir eða hvað sem er en einungis gefins. Sendið ep ef eitthvað er í boði.