Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fá mér straumdælu í 250 lítra búrið mitt.
Ég er með þörunga sem ég hef lesið mér til um á netinu að orsakist af of lítilli hreyfingu á vatninu m.a. og einnig eru trumpet sniglarnir í búrinu mikið á ferðinni í birtu og á glerinu sem er talið benda til súrefnisskorts sem gæti orsakast af því að tunnudælan sé ekki að ýfa yfirborðið hjá mér nægilega......... eða hvað?
Hvað ráðleggið þið mér í þess?
Dælan er Tetra Tec 500 held ég, hún ýfir yfirborðið ekki nægilega vel held ég, sérstaklega ekki þegar ég er með búrið alveg fullt. Vatnsskipti eru vikulega þ.a. ég held að það sé ekki vandamálið.