Jæja.. Er enþá að bíða eftir einhverjum árangri í þessum plöntu málum er ekki að sjá að þetta sé eitthvað að vaxa hjá mér, En sjáum til.. En var allavegnað að taka nokkrar myndir sem ætla að deila með ykkur..
Mér finnst þessi eins og hún hafi verið tekin í nátturinni..
Hérna.. Allt er að ganga svona lala, Allavegnað þá eru plönturnar aðeins byrjaðar að koma til, Nema það er eitthver mösi sem er alveg að gera útaf við mig..
Þetta er að festast á glerinu, Bakgrunninum, Plöntunum og rótini minn eiginlega bara öllu..
Hérna eru nokkrar myndir af þessu..
Vitið þið eitthvað hvernig ég get látið þetta fara eða hvað þetta heitir ? :S
SAE át þetta með bestu lyst í einu búri hjá mér en það gengur víst ekki með stórum fiskum, getur skrúbbað þetta af rótunum ef þú nennir en þarft svo að bara að vera duglegur að snyrta gróðurinn
Þetta er bara þörungur sem kemur alltaf upp í búrum sem hafa verið í gangi í svolítinn tíma... Einfaldast er í rauninni að gera bara nógu stór vatnsskipti þannig að það séu engin næringarefni fyrir þörunginn, en það getur þýtt ansi stór vatnsskipti ansi oft..