Sverðdragararækt Vargs

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Sverðdragararækt Vargs

Post by Vargur »

Ég hef verið að dunda við sverdragararækt að undanförnu og gengur vel.
Ég er með alrauða 1 kk og 4 kvk í 100 l búri fullu af gróðri og drasli og veiði svo seyðin upp úr þegar þau birtast og set í sér búr.
Reyndar varð ég fyrir smá áfalli um daginn, ég tók eldri seyðin og lét með sikliðu seyðum í 130 l búr, sverdragarirnir eru snöggir og voru flestir svipað stórir eða stærri en sikliðurnar, en það gékk í rúma viku, þá varð ég var við að meirihlutinn af sverðdrögurunum var horfinn með öllu.
Semsagt Afrískar sikliður og sverðdragarar eru ekki góðir í uppeldi saman. :?

Hér er mynd af ungum kk, aðeins tættur eftir sikliðurnar. :oops:
Image
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Flottur litur á þeim...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sverðdragararæktin hefur gengið fínt, reyndar hefur þó megnið af þeim endað í kjaftinum á nálafisknum þar sem hann étur ekkert annað en lifandi fóður.

Í dag náði ég mér í tvær þrælfallegar kerlingar, liturinn er svartur á rauðum grunni, þær eru með svona hóflega mikin svartan lit í sér en mér þykir eimitt fallegra að hafa meiri rauðan lit.
Ég er að hugsa um að nota einn af mínum alrauðu körlum á þær og er að spá í hvort lýkur séu þá á að afkvæmin fái meiri rauðan lit eða hvort seiðin skiptist bara í tvo liti, þá alrauð og rauð/svört.
Kannski dr. Bruni viti svarið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smellti í gær mynd af sverðdragarakerlunum sem ég keypti í byrjun júni.

Image

Þær eru nú bara enn í búri með ungum sverðdragakerlum sem eru í uppeldi. Ég fer að aulast í að tæma eitthvað búr og koma þeim í það ásamt einum af rauðu körlunum mínum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er að gefast upp á þessum rauð/svörtu sverdrögum, þeir virðast ekki vera jafnsterkir og alrauði stofninn. Fullorðu fiskarnir hafa allir drepist og seiðin sem komu undan þeim týna tölunni og vaxa miklu hægar en þeir rauðu.

Image
Hér er kk af rauða stofninum mínum.
Ég er mjög ánægður með þessa fiska, liturinn er góður og þeir vaxa hratt og eru heilbrigðir.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, laglegur karl þetta...


Ég þarf að fara að ræða við konuna að kaupa nýja hillu í þvottahúsið sem getur haldið stærri og fleiri búrum.. Ég er alveg að drepast mig langar svo að koma mér upp almennilegri gotfiskaræktun, með 3-4 100l búrum sem ég gæti skipt í 2-3 helminga...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

keli wrote: Ég þarf að fara að ræða við konuna...
What !? :shock: Upp með þessi búr, ekkert að ræða það. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þessir rauðu alltaf flottastir.
Um daginn sá ég fallega rauða með rauð augu en ég man ekkert hvar það var. Þeir voru ekker sérlega stórir en gætu hafa verið ungir, ég spurði ekkert um það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það hefur reyndar hvarflað að mér :D

Ég var að reikna smá og sá að ég gæti komið alveg 3-400 lítrum fyrir og samt skilið eftir 1-2 hillur fyrir konuna :D


Væri gaman að koma sér upp svona kerfi með yfirföllum á öllum búrum, sump og svo sírennsli... Ég fæ fiskanördahroll við tilhugsunina
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

getur maður rækt gubby og sverðdraga ?
er hægt að hafa seiðin saman ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er vel hægt að hafa seiðin saman en þó er betra að ala þau í sitthvoru lagi. Ég hef stundum yngstu seiðin saman en fjarlægi svo sverðdragana fljótlega því þeir vaxa hraðar en gupparnir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja, sverðdragaræktin komin á fullt aftur.
Reyndar misti ég alla fullorðnu fiskana í vor vegna einhverra leiðinda veikinda og átti bara seiði eftir.
Seiðin reyndust vera 14 kk og aðeins 2 kvk þannig 13 kk fóru í Trítlu og einni rauðri kvk var bætt inn úr stofninum hans bruna.
Nú er allt komið á fullt og hellingur af seiðum í uppeldi.

Ég keypti líka nokkra sverðdraga úr ýmsum áttum og í ýmsum litum og eru þeir sér í búri og er ætlunin að hafa nokkra mislita fiska saman og leyfa þeim að ráða sér sjálfum. Þar er líka komið talsvert af seiðum.

Myndir síðar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tekurðu seiðin frá? Hvernig?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég veiði þau upp með þessu magnaða fyrirbæri sem kallast háfur. :)
Næ þó oftast ekki nema 10-20 seiðum áður en þau hverfa.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

ég næ nú bara aldrei neinum :S konurnar verða seiðafullar, svo eiga þær yfirleitt á næturnar og allt horfið strax morguninn eftir.. En það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Ertu þá bara með alrauða stofninn núna?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hvernig stendur á því með þessa sverðdragara að sumir eru með rosa langt og fallegt "sverð" aftanúr sporðinum en sumir með ekkert eða nánast ekkert.. minkar þetta með aldrinum eða bara mismunandi stofnar?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef annar stærri karl er í búrinu þá hægja þeir minni á sverðvextinum.
Stundum narta líka aðrir fiskar í sverðið en það vex aftur.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok snilld. mér fynnst þessir fiskar virkilega spennandi sona til að fylla uppí búrið (sama og ég nota gúbbý í)

kanski maður verði í bandi við þig við tækifæri og fái hjá þér nokkra fallega.. þ.e.a.s. ef þú ert að láta þá frá þér... ef svo er hversu mikið læturu þá frá þér á?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er alltaf að láta frá mér fiska. Það styttist í að næsta holl verði tilbúið.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok geggjað. ég býð spenntur :D
Ekkert - retired
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

Vargur ég er líka komin úti Sverð draga Rægtun :D og gubby og platty :D:D 8)
Gotfskar...
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

Ein spurnig hvað verða svona Sverð dragar stórir ?
:?:
Gotfskar...
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

10-13 cm
:)
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

Hvað tekur lángað tíma að koma einu Seiði í svona eðlilega stærð fyrir búrið ? 8)
Gotfskar...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það ætti að taka jafnlangan tíma á eitt eða tvö en það fer t.d. eftir því hvað þú fóðrar mikið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

ég veit ekki hvernig ég á að fóðra það á ég bara að brjóta niður matin í pnku lítið
:D
Gotfskar...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

þakka þer ásta ég er samt að gefa því sera san mat
:P
Gotfskar...
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

og svo er eitt svo skrítið þegar ég géf því þá vill það aldrei koma upp og sækja matinn :(
Gotfskar...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er ekki óeðlileg, fóðrið mun sökkva.

Svo mæli ég með að þú stofnir þér nýjan þráð í stað þess að vera að pósta hjá öðrum spurningum og myndum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply