Sverðdragararækt Vargs
Sverðdragararækt Vargs
Ég hef verið að dunda við sverdragararækt að undanförnu og gengur vel.
Ég er með alrauða 1 kk og 4 kvk í 100 l búri fullu af gróðri og drasli og veiði svo seyðin upp úr þegar þau birtast og set í sér búr.
Reyndar varð ég fyrir smá áfalli um daginn, ég tók eldri seyðin og lét með sikliðu seyðum í 130 l búr, sverdragarirnir eru snöggir og voru flestir svipað stórir eða stærri en sikliðurnar, en það gékk í rúma viku, þá varð ég var við að meirihlutinn af sverðdrögurunum var horfinn með öllu.
Semsagt Afrískar sikliður og sverðdragarar eru ekki góðir í uppeldi saman.
Hér er mynd af ungum kk, aðeins tættur eftir sikliðurnar.
Ég er með alrauða 1 kk og 4 kvk í 100 l búri fullu af gróðri og drasli og veiði svo seyðin upp úr þegar þau birtast og set í sér búr.
Reyndar varð ég fyrir smá áfalli um daginn, ég tók eldri seyðin og lét með sikliðu seyðum í 130 l búr, sverdragarirnir eru snöggir og voru flestir svipað stórir eða stærri en sikliðurnar, en það gékk í rúma viku, þá varð ég var við að meirihlutinn af sverðdrögurunum var horfinn með öllu.
Semsagt Afrískar sikliður og sverðdragarar eru ekki góðir í uppeldi saman.
Hér er mynd af ungum kk, aðeins tættur eftir sikliðurnar.
Sverðdragararæktin hefur gengið fínt, reyndar hefur þó megnið af þeim endað í kjaftinum á nálafisknum þar sem hann étur ekkert annað en lifandi fóður.
Í dag náði ég mér í tvær þrælfallegar kerlingar, liturinn er svartur á rauðum grunni, þær eru með svona hóflega mikin svartan lit í sér en mér þykir eimitt fallegra að hafa meiri rauðan lit.
Ég er að hugsa um að nota einn af mínum alrauðu körlum á þær og er að spá í hvort lýkur séu þá á að afkvæmin fái meiri rauðan lit eða hvort seiðin skiptist bara í tvo liti, þá alrauð og rauð/svört.
Kannski dr. Bruni viti svarið ?
Í dag náði ég mér í tvær þrælfallegar kerlingar, liturinn er svartur á rauðum grunni, þær eru með svona hóflega mikin svartan lit í sér en mér þykir eimitt fallegra að hafa meiri rauðan lit.
Ég er að hugsa um að nota einn af mínum alrauðu körlum á þær og er að spá í hvort lýkur séu þá á að afkvæmin fái meiri rauðan lit eða hvort seiðin skiptist bara í tvo liti, þá alrauð og rauð/svört.
Kannski dr. Bruni viti svarið ?
Ég er að gefast upp á þessum rauð/svörtu sverdrögum, þeir virðast ekki vera jafnsterkir og alrauði stofninn. Fullorðu fiskarnir hafa allir drepist og seiðin sem komu undan þeim týna tölunni og vaxa miklu hægar en þeir rauðu.
Hér er kk af rauða stofninum mínum.
Ég er mjög ánægður með þessa fiska, liturinn er góður og þeir vaxa hratt og eru heilbrigðir.
Hér er kk af rauða stofninum mínum.
Ég er mjög ánægður með þessa fiska, liturinn er góður og þeir vaxa hratt og eru heilbrigðir.
Já, laglegur karl þetta...
Ég þarf að fara að ræða við konuna að kaupa nýja hillu í þvottahúsið sem getur haldið stærri og fleiri búrum.. Ég er alveg að drepast mig langar svo að koma mér upp almennilegri gotfiskaræktun, með 3-4 100l búrum sem ég gæti skipt í 2-3 helminga...
Ég þarf að fara að ræða við konuna að kaupa nýja hillu í þvottahúsið sem getur haldið stærri og fleiri búrum.. Ég er alveg að drepast mig langar svo að koma mér upp almennilegri gotfiskaræktun, með 3-4 100l búrum sem ég gæti skipt í 2-3 helminga...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það hefur reyndar hvarflað að mér
Ég var að reikna smá og sá að ég gæti komið alveg 3-400 lítrum fyrir og samt skilið eftir 1-2 hillur fyrir konuna
Væri gaman að koma sér upp svona kerfi með yfirföllum á öllum búrum, sump og svo sírennsli... Ég fæ fiskanördahroll við tilhugsunina
Ég var að reikna smá og sá að ég gæti komið alveg 3-400 lítrum fyrir og samt skilið eftir 1-2 hillur fyrir konuna
Væri gaman að koma sér upp svona kerfi með yfirföllum á öllum búrum, sump og svo sírennsli... Ég fæ fiskanördahroll við tilhugsunina
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- lilja karen
- Posts: 536
- Joined: 14 Oct 2007, 21:21
- Location: Akureyri. 17 ára
Jæja, sverðdragaræktin komin á fullt aftur.
Reyndar misti ég alla fullorðnu fiskana í vor vegna einhverra leiðinda veikinda og átti bara seiði eftir.
Seiðin reyndust vera 14 kk og aðeins 2 kvk þannig 13 kk fóru í Trítlu og einni rauðri kvk var bætt inn úr stofninum hans bruna.
Nú er allt komið á fullt og hellingur af seiðum í uppeldi.
Ég keypti líka nokkra sverðdraga úr ýmsum áttum og í ýmsum litum og eru þeir sér í búri og er ætlunin að hafa nokkra mislita fiska saman og leyfa þeim að ráða sér sjálfum. Þar er líka komið talsvert af seiðum.
Myndir síðar.
Reyndar misti ég alla fullorðnu fiskana í vor vegna einhverra leiðinda veikinda og átti bara seiði eftir.
Seiðin reyndust vera 14 kk og aðeins 2 kvk þannig 13 kk fóru í Trítlu og einni rauðri kvk var bætt inn úr stofninum hans bruna.
Nú er allt komið á fullt og hellingur af seiðum í uppeldi.
Ég keypti líka nokkra sverðdraga úr ýmsum áttum og í ýmsum litum og eru þeir sér í búri og er ætlunin að hafa nokkra mislita fiska saman og leyfa þeim að ráða sér sjálfum. Þar er líka komið talsvert af seiðum.
Myndir síðar.