hvernig er að vera með svona kanínur? er þetta mikið vesen?
Það er náttúrulega vinna eins og með öll önnur dýr, þær þurfa umhugsun, snertingu og mannleg samskipti til að verða gæfar, spakar og skemmtilegar sem ég eimmitt legg mikið upp úr með þessa unga eins og foreldrana sem eru gæfir og skemmtilegar kanínur. Þetta er ekkert þannig séð vesen, þarft bara að hugsa um þær, gefa þeim að éta og hreinsa.
Þarf maður ekki alltaf að vera að þrífa þetta og einhvað uppá lykt?
Ég hreinsa allt búrið 1x í viku og svo pissuhornin og þar sem þau gera stykkin sín oftar, 1x á dag helst og hef svona klósett í því horni. Nota oftast sagköggla sem eru lyktarlitlir eða þá sag með citrus fresh í sem minnkar líka lykt, hef ekki verið vör við mikla lykt hjá mér
Síðan er það bara um að gera kynna ser hvað má gefa þeim og svona upp á það að þær séu ekki með skitu og svona, það getur verið svolítið óskemmtilegt.
Síðan bara hafa viðunandi búr (góða stærð á því og svona) og aðstöðu fyrir kanínuna þannig hún geti hreyft sig um því annars getur hún orðið pirruð ásamt því að handleika hana helst á hverjum degi og lofa henni jafnvel að skottast aðeins um.
Þeir eru blandaðir hollenskur dvergur með smá mini lop. Mamman er hrein hollenskur dvergur og pabbinn er hollenskur dvergur og mini lop blanda.
Hef síðan hugsað mér að selja þá fyrir fóðurkostnaðinum

Pabbinn ásamt Burkna, einum af hundunum mínum í sófanum.

Mamman, hún er reyndar með hvítan fót líka sem sést smá í, voða sæt
