Var að fikta með myndavélina

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Var að fikta með myndavélina

Post by Gúggalú »

Jæja, ég er byrjuð að fikta með myndavélina. Tók alveg helling áðan og hérna kemur smá brot. Er í vandræðum með þörung á glerinu og það er líka bara skítugt með svona dropaförum.....

Fyrst eru það Gullbarbarnir. Þeir eru ekki oft vinir, enda annar með eindæmum stjórnsamur....
Image

Svo eru það platty. Þetta er alls ekki góð mynd en langaði að spurja hvort hún gæti verið preggó....
Image

Skalinn okkar hún Thelma
Image

Önnur Fiðrildasíklíðan. Elska að taka myndir af þessum fiskum því litirnir eru svoooo flottir
Image

Svo ein svona heildarmynd af búrinu. Alls ekki góð mynd, sést líka vel hvað búrið er skítugt.....
Image

Ég mun sko halda áfram að fikta með myndavélina, enda er þetta geggjað gaman. Gaman líka að þurfa að hafa aðeins fyrir hlutunum, maður sest ekkert niður og tekur 2 góðar myndir.... maður þarf að taka kannski 10 - 20 til að fá 2 góðar. Bara verst ef illa gengur hjá mér, því ég held alltaf niðri í mér andanum þegar ég er að taka myndir með nákvæmni...... :rosabros:

Endilega setja útá, þannig lærir maður
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Platy kerlan er örugglega pregguð en á samt sennilega 1-2 vikur eftir.

Fínustu myndir, ég er sérstaklega hrifinn af myndinni af skalanum.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:Platy kerlan er örugglega pregguð en á samt sennilega 1-2 vikur eftir.

Fínustu myndir, ég er sérstaklega hrifinn af myndinni af skalanum.
úúúú, ég er að verða amma 8)

Takk fyrir hrósið með myndirnar. Verst með þessa skala mynd eru þessir tveir dropar akkúrat fyrir framan hann.... Er með fleiri góðar myndir, vildi bara ekki drekkja ykkur alveg strax
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flottar myndir hjá þér :góður:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Þessi af skalanum er rosa flott! Haltu áfram að fikta, þetta lofar rosa góðu.

Prófaðu að taka aðra heildarmynd. Slökktu öll ljós inn í herberginu og ekki nota flass, reyndu samt að hafa hraðann ekki mikið minni en 125.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Flottar myndir Eygló.
Já maður tekur og tekur myndir og hendir og hendir :D
Bara fikta og taka myndir þangað til að þú verður ánægð :mynd:

Kv
Lalli
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:Platy kerlan er örugglega pregguð en á samt sennilega 1-2 vikur eftir.
Þarf ég að fá mér sér seiðabúr og svona dótarí ? Verða seiðin ekki bara étin í búrinu ? Á ég kannski að taka hana sjálfa frá þar til hún gýtur ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stjórnsami gullbarbinn er karl og hinn er kona
þannig að það eru hrygningar hugleiðingar í karlinum og líkur á að þau séu að hrygna í búrið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Gudmundur wrote:stjórnsami gullbarbinn er karl og hinn er kona
þannig að það eru hrygningar hugleiðingar í karlinum og líkur á að þau séu að hrygna í búrið
datt ekki annað í hug en að stjórnsami barbinn væri kall :hehe:

En er eitthvað sem ég get gert til að láta þeim líða betur svo þau hrygni ? Hvar t.d. hrygna gullbarbar ? vilja þeir felustað eða hvað ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir dreifa eggjunum bara útum allt.. Gott að hafa javamosa til að koma þeim frá áti...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

keli wrote:Þeir dreifa eggjunum bara útum allt.. Gott að hafa javamosa til að koma þeim frá áti...
ég er nýlega búin að henda java mosanum mínum :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þá bara hafa eitthvað sem líkist því, t.d. hafa ræktendur gervigrasmottur í ræktunarbúrunum sínum - þannig ná foreldrarnir ekki í eggin :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

keli wrote:Þá bara hafa eitthvað sem líkist því, t.d. hafa ræktendur gervigrasmottur í ræktunarbúrunum sínum - þannig ná foreldrarnir ekki í eggin :)
á þær akkúrat á lager... eða þannig. Reyni að finna eitthvað sniðugt. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Annars er frekar erfitt að ná að ala seiði upp undan börbum þannig að það er best að vera ekki að eyða alltof miklum krafti í það, þá verða vonbrigðin bara meiri :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Já datt það í hug. Langar frekar að dunda við platy seiðin ef ég næ þeim. Annars yrði enginn rosalegur grátur
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Flott myndin af Butterflænum, virkilega skemmtilegir fiskar :wub:
Image
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

~*Vigdís*~ wrote:Flott myndin af Butterflænum, virkilega skemmtilegir fiskar :wub:
Takk, já þeir eru mjög skemmtilegir, en kallinn er bæklaður greyjið, vantar á hann uggana þarna undir. En kellan hefur þá.Veit ekkert hvað þeir heita. sést á myndinni bara svona eins og spotti í staðin fyrir ugga
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já hann lítur eitthvað pínu furðulega út... Hefur hann alltaf verið svona?


Fínt eintak annars fyrir utan þetta... Bara skemmtilegra að hafa fiska sem eru "spes" :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

já hann hefur alltaf verið svona hjá mér. Ég einmitt fór yfir allar myndir frá því ég fékk hann fyrst þegar ég tók eftir þessu. En hann virðist ekkert hegða sér neitt öðruvísi en kellan þannig að hann er bara kúl
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Gúggalú wrote: en kallinn er bæklaður greyjið, vantar á hann uggana þarna undir. En kellan hefur þá.
sést á myndinni bara svona eins og spotti í staðin fyrir ugga
Já vá ég tók ekki einu sinni eftir þessu :shock: athyglisgáfan alveg að drepa mig :panna:
Engu að síður með góðan topp á bakugganum :mrgreen:

Gúggalú wrote:Veit ekkert hvað þeir heita.
papiliochromis ramirezi
Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

keli wrote:Annars er frekar erfitt að ná að ala seiði upp undan börbum þannig að það er best að vera ekki að eyða alltof miklum krafti í það, þá verða vonbrigðin bara meiri :)
ég verð nú að segja að barbar eru með einföldustu fiskum að rækta og einfalt að koma seiðunum upp. Ég hef ræktað Purpurabarba, rósabarba, Tígrisbarba, Roðabarba, Gullbarba og Tictobarba ég hef ekki prufað aðra barba en tel ættina vera með þeim einföldustu í ræktun
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply