Varðandi gubbý og molly seiði. ný spurning í gömlum þræði

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Varðandi gubbý og molly seiði. ný spurning í gömlum þræði

Post by Bob »

Til að byrja með þá veit ég að það eru mjög margir þræðir hérna um gotfiska og seiði. en ég er búinn að renna yfir þá og viðrist ekki finna svar við þessari spurningu. afsakið ef mér hefur yfirsést það.

--------------

**EDIT** Ný spurning
Ég er með eina gubby kelluna í gotbúri núna og er þetta í fyrsta skipti sem við notum gotbúr. við höfðum þær alltaf í vatnskönnu uppí skáp.

En áhváðum núna að prófa gotbúrið og það er komið 1 seiði ásamt 2 öðrum sem var það eina sem við fengum í nótt úr annari kellu. s.s. 3 seiði í gobúrinu ásamt XL gubby kellu.

En það er líka fullt af einhverskonar "eggjum" á botninu á gotbúrinu líka. fyrst var bara 1 sona "slím egg" á sama tíma og við sáum að hún var búin að spíta útúr sér 1 seiði, svo núna eru komin eflaust hátt í 20 svona kúlur á botninn en ekkert annað seiði. hún er búin að vera í búrinu núna í 5 klst. er það alveg normal? og hvaða kúlur eru þetta?

--------------

jæja. ég er með nokkur seiði í 54 L búri frá fyrsta goti hjá gubbý kellunum og eru þau orðin u.þ.b. 0,6-1,0mm á lengd.

Og núna fer að líða að því að næsta got verði hjá gubbý kellunum mínum og sama með molly kelluna.

Er mér ekki óhætt að setja nýfædd seiði í 54L búrið með þessum eldri? og blanda þá líka saman molly og gubbý seiðunum?

Eða ætti ég að hafa þau sér í gotbúri fyrstu dagana?

og einnig spurning. ég veit að gubbý kellurnar éta afkvæmin sín ef þau komast í það. en hvað með kallana? borða þeir líka seiðin?

Takk fyrir
Last edited by Bob on 01 Jan 2009, 16:34, edited 2 times in total.
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er best að vera með hvert got sér en oftast er samt í fína að blanda saman gotum hjá þessum fiskum.

Bæði foreldrin éta seiðin en oftast sleppa einhver ef nóg er af felustöðum, td, Java mosi og flotgróður.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok. en er einhver séns á að eldri seiðin éti litlu? því ég á bara 1 auka búr sem ég get haft undir seiði.

og eitt. hversu stór þurfa þau að vera til að ná að lifa af í stóra búrinu ?
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ansi erfitt að seigja, fer eftir aðstæðum í búrinu og svo eru fiskarnir misjafnir, sumir eru skæðari í seiðaáti en aðrir.
Yfirleitt éta eldri guppy seiði ekki þau yngri en seiða margra annara fiska éta hiklaust minni seiði.
Þú verður bara að prófa þig áfram og sjá hvað gengur.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Ok geri það. takk kærlega fyrir upplýsingarnar kallinn :)
Ekkert - retired
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

molly/gubby

Post by Bruni »

Sæll Bob. Heppilegast er að blanda ekki saman misstórum seiðum. Þau eldri aféta þau yngri og black molly seiði aféta bæði gubby og sverðdragaraseiði sem dregur stórlega úr vaxtarhraða.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok Takk fyrir það. þá hugsa ég að ég nái ekki að taka undan þessum kellum þar sem ég á bara til 1 54L búr fyrir seiðin :?

Hversu stór þurfa gubby seiðin að vera orðin til að lifa af í 180L búrinu sem er ekki með gróðri.???
það inniheldur btw 2 skala, 1black ghost, slatta af fullfaxta gubby's sem og 1 xl gubby kellu, bardagafisk o.fl.
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það stór að þau komist ekki upp í skalana og black ghost. :)
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hehe já. var búnin að pæla í því :Þ þau eru ca. 1cm á lengd. spurning .. hehe

ég kom með þá hugmynd að setja eitt útí búrið og sjá hvað gerist.. en konunni fanst það einhvað svo evil :evil:
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

**EDIT** Ný spurning
Ég er með eina gubby kelluna í gotbúri núna og er þetta í fyrsta skipti sem við notum gotbúr. við höfðum þær alltaf í vatnskönnu uppí skáp.

En áhváðum núna að prófa gotbúrið og það er komið 1 seiði ásamt 2 öðrum sem var það eina sem við fengum í nótt úr annari kellu. s.s. 3 seiði í gobúrinu ásamt XL gubby kellu.

En það er líka fullt af einhverskonar "eggjum" á botninu á gotbúrinu líka. fyrst var bara 1 sona "slím egg" á sama tíma og við sáum að hún var búin að spíta útúr sér 1 seiði, svo núna eru komin eflaust hátt í 20 svona kúlur á botninn en ekkert annað seiði. hún er búin að vera í búrinu núna í 5 klst. er það alveg normal? og hvaða kúlur eru þetta?
Ekkert - retired
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

kúlurnar gætu verið óþroskuð egg , sömu lögmál gilda fyrir fiskana og okkur mennina, við þurfum að forðast stress og læti á meðgöngu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply