Ég er ekki allveg viss hvað ég á að gera við þennan gaur.
Hann er annsi ágengur við hina fiskana í búrinu og ræðst ítrekað á karlinn (þann stærri) sem er á þessari mynd og hann er orðinn frekar tættur og ljótur eftir hann.
Sennilega verð ég að losa mig við hann, sem er slæmt því hann er soldið flottur.
Ég fór með skaðræðis skepnuna í dýrabúðina á Ísafirði í dag. Álagið í búrinu ætti því að batna.
Hrygnan mín er hinsvegar laus við undirhökuna og ég sá eitt seiði í dag, næstu dag get ég eflaust séð hvað þau eru mörg.